Einhverfir taktar hjá minni

Ég skapaði þessa þvílíku perlustund áðan þegar að ég og foreldrarnir stóðum fyrir utan húsið í samræðum við nágranna.

Ég og Huldan höfðum farið í bakarí á meðan að ma og pa fóru í Bónus og því hélt ég á pokum með rúnstykkjum og bleikum snúð handa litlu dömunni. Þegar hersingin var á leið inn í húsið heyrðist í mömmu að ég væri með geitung sveimandi hjá pokunum.

Ég brást við akkúrat eins og ekki er ráðlagt þegar að geitungar koma við sögu. Okey ég stóð kyrr í svona sekúndu svo snérist ég held ég í nokkra hringi þar til helvítis kvikindið flögraði í burtu og svo flaug ég beinustu leið inn í húsið, fleygði frá mér bakkelsinu og lokaði mig inn í þvottahúsi meðan hjartslátturinn lagaðist. Held ég hafi veinað eitthvað um að það ætti að loka hurðinni STRAX!

Eftir svona reynslu sem varðar annaðhvort geitunga eða kóngulær er varla hægt að segja að ég sé húsum hæf.

Afar ýkt handablak á sér stað, það liggur við að ég snúist í hringi og ég geri einhvern andskota með fótunum, háar hnélyftur eða einhver álíka dansspor.

Svo sé ég skrattann í hverju horni eða svo má segja því það má ekki kusk eða mylsna hreyfast og þá er ég búin að skjótast upp til að sjá hvað er á seyði.

Lesendur vita kannski að litla daman í fjölskyldunni hefur verið greind á einhverfurófinu. Ég verð bara að birta hér mína kenningu að foreldrarnir hafa getið af sér tvær einhverfar dætur en sú eldri bara slapp með þá óopinberu greiningu að hún væri feimin, þ.e. að málþroskinn var í fínasta lagi en félagslegir hæfileikar í margmenni komu seinna.

Ég sver það er örugglega klukkutími síðan þessi seremónía átti sér stað og ég skelf ennþá.

Jæja, ég viðurkenndi mína kæki þannig að ég kveð í bili og er farin að taka til.


FARÐU!!!

Sénsinn, um leið og ég segi að ég ætli að taka mér bloggfrí springur hausinn minn af hugmyndum í bloggsniði.

Stutt færsla á ferðinni sem lýsir innilegum samskiptum systra með 11 ár á milli sín. (Ég þori að veðja að þið vitið hverjar þessar systur eru.)Wink

Lítil dama sem svarar einnig nafninu Hulda Ólífa (Ólafía) ávarpar elskulegu systur sína.

HÓ: VALGEÐU, ég fáa KÓKÍ! (kókómalt og flestir vita hvað ég heitiSmile)

Mjög samviskusamlega og af ást við mína systur fer ég og hræri saman einn slíkan kokteil.

Rétti dömunni, sem tekur við og...

HÓ: FARÐU!!! (þið takið eftir mjög skýrt og greinilegt)

Stóra systir þrjóskast eitthvað við og aftur er reynt að skipa henni að fara þar til....

V: Hvað á að segja?

HÓ: Takk, FARÐU!

Alveg hreint yndisleg þess á milli verð ég að bæta viðLoL

 

Þá er ég farin því eldhúsið kallar!

Gleðilegt rigningarsumar.


Bloggfrí!

Blogga hér nanóbloggin sem eru mér orðin svo kær eftir að ég hætti að nenna að blogga.

Mikil bloggleti hefur ríkt upp á síðkastið. Mikið að gera og bara svaka æðisgengið sumar.

Komin með doldið ógeð á því að lesa blogg þar sem fólk veit ekkert betra en að kvarta. Vissulega er ég með mína yndislegu bloggvini sem alltaf er gaman að lesa hjá en ekki meira en það.

Þannig að until further notice er ég í smá bloggfríi.

Datt líka í hug að henda inn einni mynd af mér því mín var í klippingu.

Adios amigos!

Ps. Músin okkar er ofvirk og ég er í smá fýlu út í hana. Alltaf að skemmileggja allt sem ég geri í tölvunni.

Picture0090


MH segiru...

Ég hef haft óskaplega lítinn tíma til að blogga upp á síðkastið, þannig að hérna koma allar upplýsingarnar í einu rennsli.

-Ég er komin inn í Menntaskólann við Hamrahlíð og er alveg í skýjunum yfir því.

-Fór niðrí bæ á 17. júní að sjá fulla fólkið og líka smá af þessum geggjuðu tónleikum á ArnarhóliTounge

-Er búin að vera að vinna stanslaust í 2 vikur sem er bara æði. Merkilega gaman í vinnunni.

-Fór í Þórsmörk til að sjá meira fullt fólk á laugardaginn. Fór reyndar á fimmtudaginn og kom heim í dag. Æðislega gaman að fá bara tíma til að lesa, sofa, fara í gönguferðir og njóta sín.

Athugulir taka kannski eftir því að ég skrifa í punktum. Nenni hreint og beint ekki að skrifa eitthvað í samfelldum texta. Engin orka eftir og sólin er að skína í bakið á mér.

Ciao bella!


Staðhæfingar og móðganir

Ég er hef orðið afar iðin síðustu vikur og mánuði við að lesa hin ýmsu blogg hér á Mogga-blogginu. Heitar umræður hafa átt sér stað og oft á tíðum fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með athugasemdunum sem fólk leyfir sér að setja við hin fjölbreyttustu málefni.

Leiðinlegast finnst mér nú þegar að mikil rifrildi og jafnvel móðganir fara að ganga á milli einhverra aðila með skoðanir sem skarast á. Aðili A hefur sett fram sína skoðun t.d. í bloggfærslu og svo kemur aðili B með skoðun frá allt öðrum enda og svaka spenna skapast.

Sama þó að annar aðilinn hafi hugsanlega rangt fyrir sér, lætur sá hinn sami sér ekki detta í hug að láta í minni pokann. Oft fer notar aðili B hundalógík til að tjá og rökstyðja sitt mál og aðili A reynir eftir bestu getu ásamt fleirum að koma með víðara sjónarhorn á málið.

En aðili B hefur sett upp, eins og fjölskyldan kallar það, þröngsýnisgleraugu og heldur áfram að básúna út hreytingum og móðgunum til varnar sínum málstað.

Ég er í raun ekkert að fara með þessa færslu á neinn ákveðinn lokapunkt. En skrifa hér eingöngu eftir því sem ég veit.

Það vantar að fólk sé tilbúið að viðurkenna að það hafi ekki allann fróðleikinn um allt sem það predikar um.

Nú er ég orðin afar lúin lítil kerla og bendi á skilaboðin sem eru hjá höfundarmyndinni. Ekki staðhæfa um hluti sem þú veist ekki nægilega mikið um.


Vinnan kallar

Ekki beint, en ákvað a tilkynna það í svona nanóbloggfærslu að ég væri komin með vinnu. Ég hafði nú sótt um í Sunnuhlíð rétt fyrir neðan Hamraborgina en fékk svo símtal um að ég gæti verið að vinna í næstu götu við húsið mitt. Hjúkrunarheimilið í Roðasölum er semsagt nýi vinnustaðurinn minn og ég held að ég hafi frá litlu öðru að segja nema að ég er að fara að hitta Stebbolínu stóru frænku og Sigrúnu frænku frænknanna hér eftir smá.

Sí jú leiter!


Útskrifuð

Þá er ég formlega útskrifuð úr grunnskóla. Glæsileg athöfn sem fór fram í gær í skólanum. Ræður haldnar og ég ásamt mínum bekk, færði kennurunum rósir sem ég og Kristín pökkuðum sjálfar inn. Það liggur bara við að maður sé orðinn meistari í þessu.

Annars er maður í svona hálfgerðu áfalli og spennufalli við það að vera alveg laus við grunnskólann.

Ég segi nú kannski ekki laus við hann því ég hafði nú alls ekkert á móti mínum skóla og hans starfsfólki. Verð bara að segja að mér þykir ansi vænt um kennarana og starfsfólk skólans. Allt besta fólk sem maður er búin að þekkja í rúmlega 6 ár.

Jæja, nóg um það, í lokin ætla ég að skella inn mynd af mér og vinunum sem klifu upp á topp Esjunnar á þriðjudaginn síðastliðinn.

Vil benda á að ég er þessi svartklædda í miðjunni sem er talsvert lægri í loftinu en hinirSmile

%C3%A1%20toppnum%20056

Fjúff!!!

Blogg-dugnaðurinn hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu daga og ég held að ég sé komin með kenningu um það. Nú þegar að ég hef ekkert að gera, hef ég ekkert að segja. Geri ráð fyrir að þegar ég fer að vinna í næstu viku heyrist kannski eitthvað meira frá mér.

Frá litlu er að segja fyrir utan það að ég er í nettu shjokki yfir því að hafa klárað seinasta daginn minn í skólanum í dag. Ekki slæmur dagur það! Prílaði upp á Esjuna og fæturnir eru ekki ánægðir með mig. Ekki margir sem geta sagst hafa klárað skólann á toppnum bókstaflega! Var ein af átta sem fóru gjörsamlega á toppinn. Ekkert múður hér, bara alveg í gegn.

Ég hef ekki hugmynd núna um hvað ég ætti að skrifa þannig að ég kalla þetta bara gott.


Fordómar ungmenna

Nú vil ég fá að heyra álit frá sem flestum því þetta er hreint og beint eitthvað sem þarf að útskýra nánar fyrir mér.

Ég var í samfélagsfræðiprófi í gær, sem er ekki frásögu færandi fyrir utan það að í lokin var ein ritgerðaspurning. Boðið var upp á valmöguleika til að skrifa um og m.a. var hægt að velja efni sem nefndist Kostir ferðafrelsis.

Mér leist nú betur á það en hina tvo valmöguleikana sem þarf ekki að nefna.

Meginatriði ritunninnar voru að nefna hverjir KOSTIRNIR væru við það að erlendir borgarar gætu komið til Íslands í leit að atvinnu og/eða menntun. Svo var einnig partur af þessu hverjir kostirnir væru við það að Íslendingar gætu farið á erlenda grund til þess að gera slíkt hið sama.

Eftir dágóða stund þegar ég var vel á veg komin með ritunina mína, heyrðist í einum bekkjafélaga mínum: Má ekki nefna kosti og galla?

Nei, kvað kennarinn, hann hafði einmitt skrifað einungis kostir á prófið með ákveðna aðila í huga, varðandi þeirra álit á veru erlendra borgara hérlendis.

Eitthvað voru sumir ósáttir en létu sig víst hafa það að skrifa niður kostina eða þá að velja sér annað efni.

Svo þegar að sem flestir voru búnir að ljúka prófinu brá mér nú heldur betur þegar að ég heyrði á flestum að þeir hefðu helst valið sér eitthvað annað efni til að skrifa um í stað þess að berjast við sjálfan sig um að skrifa niður nákvæmlega, óritskoðað hvað þeim fyndist um þessi málefni.

Jafnvel fólk sem stendur mér næst í vinahópnum játaði að geta ekki séð neina kosti þess að hér væri erlent vinnuafl og námsmenn komnir til landsins. Jafnvel þegar að reynt var að benda á það að flestir væru nú farnir til að leita sér betri tækifæra, kom það greinilega líka illa út. Því þá var bent á að það væri bara vegna þess að efnahagskerfið okkar hrundi og ekki væri lengur ágóðasamt að lifa og starfa hér. Eins og græðgin ein knúi fólk áfram.

Alltaf er eitthvað fundið gegn þeirra málstað.

Svo þegar að mig rámar í seinni hluta verkefnisins á prófinu.

Hverjir eru kostir þess að íslendingar geti farið erlendis til að læra og starfa?

Mín spurning er: Af hverju á að vera svona sjálfsagt fyrir okkur að fara til einhvers útlandsins og fá konunglegar móttökur ef við getum ekki gert það sama í okkar heimalandi.

Ég virkilega átta mig ekki á því af hverju þetta er. Sem dæmi vitna ég í færslu sem ég las í gær hjá Guðríði Haraldsdóttur

,,Úr augnaráði Íslendinganna skein: "Hvað er hún að tala við útlendinga?" Og úr augnaráði Indverjanna: "Hvað er hann að tala við innfædda?" Ef ekki munaði svona 20 árum á okkur, mér í hag, hefði ég kysst hann bless til að sjokkera en það er víst ljótt að fara illa með unga menn svona snemma á morgnana."

Maður er hreint og beint hissa á því að fólk undri sig á því að einhver tali við útlendinga. Það mætti halda að fólk geri ráð fyrir að þessir aðilar komi frá annarri plánetu frekar en öðru landi. Eða þá að hver sá sem svo mikið sem yrði á þá smitist af einhverri banvænni veiru.

Ég átta mig fyllilega á því að þetta á síður en svo við um alla Íslendinga. En það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar maður heyrir eitthvað svona neikvætt sem er einungis byggt á mis trúverðugum fréttum og sögusögnum frekar en persónulegri reynslu.

 

Svo ég haldi nú áfram að dæla út úr mér steypunni sem hringlar um í kollinum á mér... sá einhver annar þáttinn hans Michaels Palins í gær?

Allavega fyrir þá sem misstu af honum að þá var hann einmitt að heimsækja Pólland. Mjög fróðlegt og nauðsynlegt að sjá borgina Varsjá og heyra af uppbyggingu hennar eftir stríðið, en 85% af borginni lá í rústum þegar að endurbyggingar hófust.

Palin talaði við Breta sem hafði búið í Póllandi í 15 ár. Hann var nú altalandi pólsku og átti Pólska eiginkonu. Hann sagði að móttökurnar sem hann hefði fengið væru svo hlýlegar að þá hálfa hefði verið hellingur. Hann óskaði þess að Bretar og aðrir tækju jafn vel á móti pólverjunum til sinna landa og pólverjarnir hefðu tekið á móti honum.

Gestrisnin hefði verið svo gríðarleg. Hann nefndi sem dæmi að ef að maður væri að fara í heimsókn til einhvers, væri ísskápurinn og allar hirslur tæmdar til að bera á borð fyrir gestinn og svo væri bankað á dyr hjá nágrannanum til að tæma hans hirslur einnig.

Mig minnir að ég hafi heyrt álíka sögur annarstaðar.

Nú er mér runnin reiðin og ég ætla að líta aðeins betur yfir pistilinn til að athuga ef hann er mönnum bjóðandiSmile 


Ný mynd!

Nú er ég sko hamingjusöm. Skít sama með sætið okkar í Eurovision. Fannst þau Friðrik og Regína bara dúndur flott þarna og stóðu þau rækilega fyrir sínu.

En ég er bara svo ofboðslega hamingjusöm yfir því að loksins náði ég að skipta um höfundarmynd. Ég þakka kizu kærlega fyrir góð ráð sem ég heldur betur nýtti mér.

Þannig að ég spyr; hvernig lýst ykkur á? Eina heiðurinn sem ég tek er að vera fyrirsætan (væntanlega) og ljósmyndarinn. En svo var það mín góða vinkona Kristín B.L. sem eins og ég sagði flikkaði upp á myndina með sínum víðfrægu hæfileikum.

Annars er frá litlu að segja héðan. Ég er bara að klára vorprófin mín, speaking of which að þá þarf ég að fara að lesa Kjalnesingasögu upp á nýtt.

Ég er alveg að springa úr spenningi yfir því að vera búin í skólanum í næstu viku. Vá, alveg búin í grunnskólanum. Fjúff.

Hurðu ég er bara búin með allt sem ég þarf að segja í bili.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband