Einhverfir taktar hjá minni

Ég skapaði þessa þvílíku perlustund áðan þegar að ég og foreldrarnir stóðum fyrir utan húsið í samræðum við nágranna.

Ég og Huldan höfðum farið í bakarí á meðan að ma og pa fóru í Bónus og því hélt ég á pokum með rúnstykkjum og bleikum snúð handa litlu dömunni. Þegar hersingin var á leið inn í húsið heyrðist í mömmu að ég væri með geitung sveimandi hjá pokunum.

Ég brást við akkúrat eins og ekki er ráðlagt þegar að geitungar koma við sögu. Okey ég stóð kyrr í svona sekúndu svo snérist ég held ég í nokkra hringi þar til helvítis kvikindið flögraði í burtu og svo flaug ég beinustu leið inn í húsið, fleygði frá mér bakkelsinu og lokaði mig inn í þvottahúsi meðan hjartslátturinn lagaðist. Held ég hafi veinað eitthvað um að það ætti að loka hurðinni STRAX!

Eftir svona reynslu sem varðar annaðhvort geitunga eða kóngulær er varla hægt að segja að ég sé húsum hæf.

Afar ýkt handablak á sér stað, það liggur við að ég snúist í hringi og ég geri einhvern andskota með fótunum, háar hnélyftur eða einhver álíka dansspor.

Svo sé ég skrattann í hverju horni eða svo má segja því það má ekki kusk eða mylsna hreyfast og þá er ég búin að skjótast upp til að sjá hvað er á seyði.

Lesendur vita kannski að litla daman í fjölskyldunni hefur verið greind á einhverfurófinu. Ég verð bara að birta hér mína kenningu að foreldrarnir hafa getið af sér tvær einhverfar dætur en sú eldri bara slapp með þá óopinberu greiningu að hún væri feimin, þ.e. að málþroskinn var í fínasta lagi en félagslegir hæfileikar í margmenni komu seinna.

Ég sver það er örugglega klukkutími síðan þessi seremónía átti sér stað og ég skelf ennþá.

Jæja, ég viðurkenndi mína kæki þannig að ég kveð í bili og er farin að taka til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Þess ber að geta að Hulda stundar ekki handablak og finnst alveg hrottalega fyndið þegar systir hennar gerir svona.  Og hvetur hana til að halda áfram: "Gera aftur!  Upp hnén!" og hlær svo eins og svín!

Þórdís Guðmundsdóttir, 2.8.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 4.8.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband