Sunnudagur, 25. maí 2008
Tæknikjáninn ég.
Nú bið ég alla hjálpsama snillinga um ráð. Ég hef verið að reyna að setja inn nýja höfundarmynd sem ég tók hér um daginn og mín góða veninde Kristín var svo dugleg að flikka upp á hana í photoshop.
Svo bara næ ég ekki að setja hana inn. Hvort það er vesenið með tölvuna eða hvað, allavega get ég ekki bætt við mynd í albúmið mitt. Skil ekki af hverju.
Á eftir nóg pláss og allt. Mín ekki skilja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 23. maí 2008
Tímaspursmál...
Já það var bara tímaspursmál um það hvenær ég myndi skella inn einni svona kattamynd. Ég er alveg svaka mikil kattamanneskja, þannig að þegar ég sé einhverjar svona kisumyndir er ég alveg heilluð.
Svo bara gerðist það að ég fór að sjá alveg helling af kisumyndum á netinu, hvert sem ég fór. Þannig að ég stóðst ekki mátið þegar ég fór að skoða þetta nánar og ákvað að deila einni með áhugasömum.
Fannst þessi eiga alveg einkar vel við, þar sem við vorum að svæfa Hulduna áðan. Þar eru öll trikk notuð til að fresta óhjákvæmilega svefninum, jafnvel þó okkar manneskja sé að berjast við að halda augunum opnum. Gott að nefna það að allt sem er nefnt á myndinni er ég nokkuð viss um að hafi einhvern tíman verið reynt af Huldunni.
Hægt er að finna fleiri svona myndir hér:
http://icanhascheezburger.com/
PS. ég verð alveg ofboðslega ánægð þegar að Herra Púki finnur engar villur í málfari mínu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Best og verst klæddu konur heimsins.
Nú gerist ég djörf og blogga um dálítið sem mér hefur legið á hjarta í þó nokkurn tíma.
Mjög líklega hafa allir landsmenn einhvern tíman tekið upp tímarit í sakleysi sínu og byrjað að blaða í gegnum það. Góð leið til að eyða tíma.
En svo rekst maður á þessar klassísku gagnrýningar á fötum kvenna. Hvort sem þetta eru meiriháttar stjörnur eða einhverjar kellur út í bæ. Það er sama, alltaf skal einhver þurfa að tjá skoðun sína á fatavali þeirra.
Ég held að mælirinn hjá mér hafi alveg farið yfir um þegar að ég las þetta í íslensku blaði um daginn um okkar þjóðþekktu konur landsins. Ég bara hreint og beint átta mig ekki á því hvernig einhver getur haft kjarkinn í það að rægja einhvern þegar við búum á eins litlu landi og við gerum.
Reyndar geri ég ráð fyrir því að sama þó við búum á litla Íslandi eða ef þetta eru stórstjörnurnar í The U.S. of A. að þá hlýtur þetta alltaf að vera jafn leiðinlegt að heyra þetta sagt um sig eða einhvern.
Svo eru þessar manneskjur komnar í sviðsljósið, ef það má kalla, vegna starfs síns og myndduglegheita. Búin að strita fyrir allt öðrum málstað en einhverjum tískubólum.
En nei einhverjum finnst nauðsynlegt að útnefna einhverja verst klæddu manneskjuna.
Eftir hverju er svo miðað þegar einhver fer að velja gæði fatavals. Allir virðast stíga feilspor ef þeir ganga í of mikið af merkjavöru en svo er næsti maður húðskammaður fyrir að vera í no-name fötum.
Svo fer maður að velt því fyrir sér, hvernig er svo fatasmekkur höfunda þessa pistla. Hefur einhver tekið þeirra fataskáp í gegn. Eru þeir skyndilega eitthvað sem allir eiga að þrá að vera.
Nú getur vel verið að ég sé bara að þvaðra eitthvað bull í bræði minni, en það fer í mínar fínustu taugar þegar einhver telur sig vera hæfan til að rægja ákvarðanir annarra um eitthvað eins ómerkilegt og föt.
Ég er sjálf kvenmaður, ef það hefur farið eitthvað fram hjá lesendum og vissulega er ekkert að því að klæða sig fínt og eftir sínum behage. En þegar einhver fer að dæma þínar ákvarðanir varðandi fataval og persónulegan stíl að þá alveg tjúllast ég.
Til hvers? Á það að vera til að láta almúganum líða betur um sjálfan sig. Ég held að fólk sé að gleyma því að þessar stjörnur og athafnafólk er líka mennskt.
Nú enda ég snögglega því ég er hætt að hugsa í samhengi og læt þennan reiðilestur duga.
Kem með smávegis viðeigandi tilvitnun úr myndlistaruppeldi mínu.
Verið var að dæma verk hjá listamönnum og þegar komið var að Dali sagði hann einfaldlega
,,Þið eruð ekki þess umkomin að dæma mig."
Eftir það tók hann verkin sín og fór.---------Að mínu mati er þetta eitthvað til að lifa lífinu eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. maí 2008
Eurovision-blogg
Það er alltaf sama sagan með mig. Maður verður alltaf svo svekktur eftir að illa gengur en svo peppast maður alltaf upp fyrir næstu keppni. Jafnvel ef manni líka ekki við lagið, eins og mér gerði við okkar framlag í ár, að þá venst það alltaf eins og skot og maður fer auðvitað að styðja sitt fólk alveg villt og galið.
Auðvitað gengur þeim vel, vinnum þetta náttúrulega bara alveg í gegn!
Ég held að ég sé orðinn meistari í þessum nanófærslum mínum. Kannski að maður skelli inn einhverri romsunni því ég er með smá málefni sem liggur mér á hjarta en ég nenni ekki að skrifa meir í bili.
Er með sólina í bakinu og sé bara ekki baun á tölvuskjáinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. maí 2008
1 árs síða
Eða bara svona fyrir tveim vikum. Þann 4. maí átti ég eins árs bloggafmæli. Datt bara í hug að rita það niður því ég virðist vera með algjöra bloggstíflu. En svo ég fari nánar út í það að þegar þessi síða varð eins árs var ég búin að blogga 35 færslur. Ekki mikið afrek, en reyndar bara af því að megnið af tímanum sleppti ég að blogga í held ég rúmlega hálft ár.
Hmmm...hvað á maður svo að segja. Pabbi var að fá gítarinn sinn. Loksins, loksins. Búinn að bíða heil lengi eftir honum og þá eigum við víst í heildina hér á heimilinu 5 gítara og 1 bassa. Þeim ku fjölga í sumar því ég er víst að fara að fjárfesta í einu stykki þjóðlagagítar ef ég stend við mín loforð.
Set kannski inn myndir þegar ég nenni af öllum gíturum heimilisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 17. maí 2008
Nanófærsla
Skrifa hér nanófærslu vegna dagsins í dag. Það er semsagt þjóðhátíðadagur Norsara eins og ég sá hjá Jennýju og því minntist ég þess að fyrir akkúrat ári var ég úti í Noregi í svaka skrúðgöngu í Bodö. Vísa bara í ferðasöguna hér og myndirnar sem má finna í albúminu.
Fyndið að ég skuli kalla þetta nanófærslu því liðið okkar þetta árið hét einmitt Nanóverurnar
Góðar minningar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 16. maí 2008
Fátt í fréttum og marin og blá.
Ég hef frá litlu að segja, þannig að þetta verður bara svona athafnablogg. Segi frá athöfnum mínum seinustu daga. Er búin að vera mjög ánægð með veðrið upp á síðkastið og við vinirnir höfum verið mjög dugleg að fara út að hreyfa okkur í skólanum og á kvöldin.
Reyndar fór ég í fótbolta í miðvikudaginn síðastliðinn sem er ekki frásögu færandi fyrir utan það að ég var svo sniðug að fara í pilsi í skólann sem var ekki beint hentugt. En svo var það líka að við vorum held ég 6 stelpur á móti 3 stórum náungum.
Þeir sem til mín þekkja vita að ég og vinkonur mínar erum ekki stórvaxnar. Þannig að þegar að við ætluðum bara að hjóla í þá og fjandinn hafi það ná boltanum að þá var okkur bara skutlaði í burtu. Ég er ekkert að grínast....OKKUR VAR HENT NOKKRA METRA Í BURT.
Bara með smá ýti vorum við senda fljúgandi. Maður er dálítið marinn og blár eftir þetta en vá hvað það er gaman Náði meira að segja að skora nokkur mörk.
En meginmálið er að það er ekki sniðugt að fara í fótbolta með risavöxnum náungum ef þú vilt komast heil/l á húfi út úr leiknum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Smákökur segir þú?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 13. maí 2008
Segðu mér eitthvað sniðugt...
...og syngd' eitthvert lag. Gerðu það, gerðu það. Smákökur handa öllum þeim sem kannast við þetta og commenta.
Ég er gjörsamlega að farast úr leiðindum. Búin að lesa upp yfir haus. Kláraði undirbúining fyrir vorpróf og búin meira að segja að taka nokkru sinnum til. Gera við föt, klippa klærnar á kettinum, skipta um í kassanum hjá honum.
Heimsótti mömmu í vinnunni í dag og hrelldi hana þar (bara djók). Svo fórum við og sóttum Hulduna og skunduðum heim. Fékk ég ekki einhvern undarlegasta hausverk sem ég hef á ævinni kynnst. Ekki verkur, frekar einhver svona doði eða seiðingur sem gerði mig hálf sljóa og viðbragðsseina. Í lagi með mig nú eftir verkjatöflu og pínu lúr.
Í öðrum fréttum er alltaf að bætast við orðaforðann hjá litlu dömunni. Til dæmis var mér tilkynnt síðast liðinn mánudag að ég væri...and I quote:,, Skrítið spagettí."
Fólk engdist um af hlátri og Huldan væntanlega mjög hróðug. Ég sver hún verður líklegast uppistandari þegar hún verður eldri, í það minnsta alltaf fyndnasta stelpan í herberginu.
Þá er ég búin með umtalsefni og tilbúin að senda stafræna smáköku til þeirra sem fatta titilinn og fyrstu setninguna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 11. maí 2008
Viðgerðir og viðgerðir
Geri bara eins og Huldan gerði hér áður fyrr og endurtek orðin mín til að leggja á þau áherslu. Nú þegar prófin eru búin og ég komin heim úr lokaferð hef ég verið hálfpartinn eirðarlaus. Svo ég gerðist dugnaðarforkur, tók upp nál og tvinna og gerði við rifu á úlpunni minni, eitthvað sem ég hef verið á leiðinni að gera í marga mánuði en aldrei gefist tími til.
Myndarlegheitin stöðvuðust ekki þar því ég hreinlega gat ekki hætt og gerði við gat á peysu sem ég keypti nýverið.
Reyndar þegar að ég fer að hugsa út í þetta að þá er ég mjög óhress varðandi akkurat svona vandamál. Til dæmis varðandi þessa rifu á úlpunni minni. Þessa úlpu sem ég keypti í haust dýrum dómum í Zöru þegar að kuldinn var virkilega farinn að ná til mín. Stuttu síðar að ég held eftir jólin var þessi rifa komin á öxlina þar sem saumurinn er.
Afar undarlegur staður ef ég segi eins og er og ég er viss um það að ég geri ekkert óeðlilegri hreyfingar en hver annar þegar ég hef mig við utandyra. Þannig að það eina sem mér dettur í hug er slæmur saumskapur frá upphafi. Voða verður maður óhress þegar að maður er búin að borga með peningunum sem maður stritaði fyrir og fær síðan eitthvað drasl. Ekki beint drasl en þið skiljið.
Svo var það með þessa peysu. Ég keypti hana fyrir ljósmyndatöku sem fór fram í skólanum mínum og ég vildi bara finna eitthvað hlutlaust og basic. Svört hettupeysa með v-hálsmáli varð fyrir valinu nema hvað að daginn eftir var komið ljótt gat hjá vasanum sem hvílir framan á maganum.
Fór svo loks að athuga það nánar þegar ég var að gera við hana áðan og sá þennan subbulega frágang og var í raun ekkert undrandi á gatinu eftir að hafa séð þetta. Ljóta ástandið.
Ég hef lent í þessu áður og gert við nýkeypt föt þannig að þau líti betur út en áður og ég á ekki í neinum vandræðum með nálina. En þetta fer bara í taugarnar á mér að þurfa að gera þetta þegar að það ætti í raun ekki einu sinni að þurfa að spá í því
Ég meina ef þetta er þróunin á fatamarkaðinum að þá gæti maður alveg eins gert sér tíma til, dregið fram hugmyndaflugið, frumleikann og skvettu af dugnaði og gert öll sín föt sjálfur og fengið betra fyrir tímann og peninginn.
Nú er ég farin að kvarta og ég reyni eftir bestu getu að gera ekki of mikið af því ef ég ræð við mig. Sem er ekki oft
Jæja, nú þegar búið er að skrúfa fyrir kvörtunarkranann er kannski spurning hvort ég taki fram ókláruðu prjónaverkefnin mín og sýna örlítið meira af dugnaðinum.
Hver veit, kannski fer ég að vera meiriháttar handverkskona nú þegar tíminn er fyrir hendi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)