Fimmtudagur, 5. júní 2008
Útskrifuð
Þá er ég formlega útskrifuð úr grunnskóla. Glæsileg athöfn sem fór fram í gær í skólanum. Ræður haldnar og ég ásamt mínum bekk, færði kennurunum rósir sem ég og Kristín pökkuðum sjálfar inn. Það liggur bara við að maður sé orðinn meistari í þessu.
Annars er maður í svona hálfgerðu áfalli og spennufalli við það að vera alveg laus við grunnskólann.
Ég segi nú kannski ekki laus við hann því ég hafði nú alls ekkert á móti mínum skóla og hans starfsfólki. Verð bara að segja að mér þykir ansi vænt um kennarana og starfsfólk skólans. Allt besta fólk sem maður er búin að þekkja í rúmlega 6 ár.
Jæja, nóg um það, í lokin ætla ég að skella inn mynd af mér og vinunum sem klifu upp á topp Esjunnar á þriðjudaginn síðastliðinn.
Vil benda á að ég er þessi svartklædda í miðjunni sem er talsvert lægri í loftinu en hinir
Athugasemdir
Til hamingju! Glæsilegir krakkar á myndinni.
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.6.2008 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.