Jólin og allt sem fylgir

Já hér með sannast hversu annaðhvort löt ég er að skrifa hér á bloggið, eða þá að það sést langar leiðir hversu upptekin ég er. Í það minnsta er ég nú í jólafríi alveg til 27. þegar ég fer að vinna, tek einn dag í frí og svo eru það þrír hálfir dagar í röð sem ég vinn. Kalla það nú bara þokkalegt miðað við að ég er nemi til að bæta því við. 

Aðfangadagskvöld tókst með myndarbrag, þrátt fyrir efasemdirnar sem ávallt eru á Þorláksmessukvöldi. Samt er ávallt þetta íslenska reddingargen í manni svo að maður hefur alltaf áhyggjurnar í minni stílnum.

Ný aðferð var prófuð við að elda jólakalkúninn og heppnaðist það alveg gríðarlega vel. Svo fór nú litla systirin að ókyrrast eitthvað og vildi ólm fá gjafirnar sem ætlaðar voru henni, ja eins og hver kannist ekki við þá tilfinningu frá yngri árum.

Maður fékk nú alveg fjöldann allann af góðum gjöfum og þakka ég hérmeð öllum sem kannast við það að hafa gefið mér einhvern jólapakkann.

Fátt hef ég nú að segja í bili svo ég óska bara öllum enn og aftur gleðilegra jóla og mun ég reyna að hripa einhverjar línur niður fyrir gamlárskvöldið.

 


Horfin út í vonda veðrið

Já, sem sagt að þá var ég búin að skrifa þessa fínu bloggfærslu. Nema hvað á meðan ég var að hlúa að einhverjum breytingum slökkti hún elsku mamma mín á ráternum (router) með það ég huga að ég hlyti að vera sofnuð. Svo er ekki því ég svaf til að verða eitt vegna veikinda. Hvað um það að þá reyndi ég eftir bestu getu að vista uppkastið en allt kom fyrir ekki og þegar ég var búin að fá netsamband aftur, hafði afritað bloggið fór allt út í veður og vind. Á vel við miðað við vonda veðrið og sterku vindana sem ég heyri gnæfa í gegnum gluggana.

Verð bara að setja upp nýja og betri færslu þegar betur á stendur.

Fer þá að kúra mig niður í rúmið.


Letibykkjan mætt

Jæja þá ætla ég "letinginn" að fara að hundskast til þess að skrifa færslu. Ég er víst fremur uppiskroppa með einhverjar heimspekilegar umræður þannig að ég verð bara að láta nægja mínar lífsfréttir.

Búin að vera alveg á 115 síðustu daga. Við í götuleikhúsinu fengum það hlutverk að vera skemmtilið á Landsmóti Umfí. Eftirtektasamir hafa kannski tekið eftir okkur á forsíðu fréttablaðsins fyrir tveim dögum að ég held og í miðju moggans í dag. Við vorum þarna furðufólki í ofstóru grænu göllunum, flestir á svipin eins og krútt eða hálfvitar.

Nei nei þetta var ekkert smá skemmtilegt, ég fékk meira að segja að skjóta úr startbyssu í atriðinu okkar. Ekkert smá mikið stuðWink

Svo fara dagarnir víst að verða eitthvað rólegri úr þessu, meirihlutinn af liðinu er búinn að vinna svo mikið að Kópavogsbær segir bara hér og ekki lengra. Þannig eru mál að vexti að við erum bara með ákveðið marga launaða klukkutíma og erum búin með meirihlutann af þeim, svo að við verðum eitthvað að slæpast aðeins meira ef við ætlum að ná að vinna til 26. júlí.

Mín skellti sér nú bara í atvinnuviðtal á föstudaginn, og er að fara í prufu á morgun, ótrúlegt hvað maður finnur sér að gera. Ef allt gengur vel þá verð ég orðin Bakarýs dama innan skamms. Sjáum hvað gerist.

Í bili hef ég fátt annað að segja en að biðja ykkur um að hafa gaman í sumar, ég mun að minnsta kosti gera það.


17. júní kominn og farinn

Það er svo sannarlega búið að vera mikið að gera síðustu vikuna. Frá mánudegi til föstudags var ég í vinnunni alveg á fullu að gera tilbúið fyrir 17. júní. Leikritið var æft svo oft að ég geri ekki einu sinni tilraun til að telja hve oft. Svo voru búningar saumaðir, hárkollur gerðar og mér tókst það mikla verk að búa til hest til að Gísli gæti komið sér svo sannarlega vel inní hlutverkið sitt.

Á föstudagskvöldi var tekið til og svo litu Ýr og Kristín við til að glápa á imbann. Mín ma og pa skruppu í eitthvert afmælisboð svo að ég og Hulda skelltum okkur bara í háttinn eftir að stelpurnar fóru. Svo kom laugardagurinn með enn meiri heljarinnar tiltekt og hádegisverð með stórfjölskyldunni. Eftir það fóru ég og pabbi í vinnuna að gera einhver hervirki. Vann alveg eins og api á amfetamíni og var að drepast úr þreytu eftir daginn og vikuna. Snemma í háttin fyrir næsta dag.

Loks rann 17. júní upp og ég vaknaði klukkan átta til að mæta í Götuleikhúsið kl. 9. Eftir að allir voru komnir í búninga og málaðir var haldið í skrúðgönguna til að kynna sýninguna. Allt gekk vel og allir voru að drepast úr hita.

Vikan sem er nærri liðin hefur verið nokkuð róleg og nú sit ég bara við tölvuna eitthvað að vesenast í tónlistinni sem ég hlusta á.

kærar letikveðjur frá Valgerði


Gleðilegt sumar í roki og rigningu

Jæja mér datt nú svona  í hug að skrifa örfár línur um sjálfa mig til tilbreytingar. Eftir að ég byrjaði bloggferil minn á þessari síðu með því að kvarta stöðugt á meðan atvinnuleit mín fór fram, þá finnst mér ekki nema sjálfsagt að láta vita að "yours truly" er komin með vinnu.

Semsagt í sumar verð ég að leika með Götuleikhúsi Kópavogs á hinum ýmsu skemmtunum. Annars er frekar fátt í fréttum, allir virðast vera farnir til erlendra landa jafnvel þó að skólanum ljúki ekki formlega fyrr en á fimmtudaginn.

Ég ætla nú að kveðja í bili og óska öllum gleðilegs sumars í vindinum og rigningunni.


Talandi um stærð 0...

Já, ég er víst afar iðinn við að athuga inná youtube.com þegar mér fer að leiðast. Það er alveg gríðarlega mikið af snilldar framleiðendum á mynböndunum þarna og mér finnst það nærri því skylda að benda á þau sem ég rekst á og finnst standa upp úr.

http://www.youtube.com/watch?v=nUDIoN-_Hxs

Þetta er myndband sem sýnir 500 ár af konum í portrett verkum. Alveg ótrúlega fallegt og merkilegt hvað ég þekkti mörg af þessum verkum.

Eftir að hafa skoðað mikið af listaverkum frá þessum árum þá finnst mér það alltaf jafn merkilegt að sjá konurnar. Þær eru allar ávalar í framan og hafa eins og maður segir "raunverulega" líkama.

En jafnvel þó að almenningurinn man eftir þessum konum sem fegurstu verum sem þeir hafa augum litið, er allt annað að sjá í portrettmyndum dagsins í dag, það er að segja auglýsinganna.

Ég hreint og beint skil ekki hvað er svona fallegt við að neyða sjálfan sig til að vera svona mjóan. Vissulega er náttúrulega mjótt fólk til en allt virðist vera orðið svo ýkt. Maður sér fyrirsæturnar sem sýna nýjustu tísku á sínum spýtukarls líkama. Svo reyna margar konur að líta svona út með skaðlegum aðferðum.

Líklega hafa allir heyrt um stærð núll í bandaríkjunum, í guðanna bænum hvað áttu eftir að græða á þessu annað en næringarskort. Ég skal alveg viðurkenna það að samsvæmt þessum amerísku stærðum er ég alveg heilum ÞREM stærðum fyri ofan þetta mark. Jiminn hringið á lögregluna!

Ég segi það bara hér og nú að ég er lítil manneskja, ef ég væri mjórri þá væri ekkert eftir. Þannig að HA! in your face tíska dagsins í dag!

Ég hef tjáð mig nóg í bili og vil hvetja fólk til að setja inn athugasemdir.


Loksins kemur ferðasagan

Þetta er alveg furðulegt mál með svona ferðir hjá mér...ég tel niður í ferðirnar en nenni síðan ekki fyrir mitt litla líf að skrifa um þær þegar ég kem til baka. Nú ætla ég að gera mitt besta í að rita niður ferðina og þið sem komið með mér verðið bara að vera dugleg að leiðrétta mig ef ég fer eitthvað skakkt með staðreyndir.

Semsagt...

A einhverjum óguðlegum tíma að mínu mati á miðviokudaginn hittumst við fyrir framan skólann til að ferðast með rútu að Keflavíkurflugvelli. Ég og Kristín rotuðumst víst meira eða minna í flugunum og svo vorum við komin til Bodö í Noregi. Við hentumst upp á hótelið, var tilkynnt að við værum sein og að digital liður keppninnar væri í þann mund að hefjast. Við skelltum töskunum okkar upp á herbergin okkar og fórum með einu vinaliðinu okkar frá japan til að taka myndir um bæjinn. Síðan þurftum við auðvitað að labba einhverja leið niður að sjó til að borða fiskibuff og kaldar pylsur. Svona getur lífið verið gott.

Daginn eftir var haldið í heljarinnar skrúðgöngu í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna. Þar var margt um fólk í sínu fínasta pússi og geðbiluð lególið. Eftir amk. tveggjaklukkutíma langa göngu (lengra ef þú spyrð manneskjuna með hækjuna) fengum við að fara í Glasshuset að eta súkkulaðiköku. Síðan um þrjúleitið höfðum við ákveðið að hitta vinaliðin okkar tvö, frá Japan og Þýskalandi, og skella sér í keilu. Þetta átti víst að skapa einhver vinabönd á milli liðanna en fólkið misreiknaði sig eitthvað því það var ósköp lítið talað nema innbyrðis hjá liðunum. En hvað um það.

Ég og Kristín lentum í liði með einum frá þýskalandi, greyið strákurinn, það eina sem hann var kallaður það sem eftir var að ferðinni var keiluklunninn, af augljósum ástæðum.

Daginn eftir vöknuðum við til að mæta í morgunmat klukkan hálf níu. Svo var haldið til Bodö spectrum til að gera allt klárt fyrir keppnina um helgina.

Jæja, laugardagurinn gekk ágætlega...við kynntum rannsóknarverkefnið og bíllinn klikkaði í öllu sem klikkast gat...í tveimur umferðum. man síðan ekkert hvað við gerðum um kvöldið. Æ jú þá var þetta geðveikt skemmtilega nördaparty.

Sunnudagurinn gekk ágætlega, komumst að því að við erum ekki nógu samvinnandi lið. Ég horfði á þessi innihaldslausu leikrita rannsóknarverkefni og klappaði fyrir því að krakkarnir kunna að þylja upp heimildir. Uhh. veit ekki neitt mikið meira hvað ég á að skrifa nema það að Tyrklandsliðið urðu Evrópumeistara. Ég hætti aldrei að verða hissa yfir því vegna þess að það er bara um það bil 10% af Tyrklandi í Evrópu... Kannski er ég bara að vera illkvittin núna. En svona er það.

Við ferðuðumst heim á mánudeginum og ég nenni ekki að skrifa meira um það.


Noregsferð eftir 2 daga

Jæja ég verð bara að segja eins og er að ég er hel**** glöð að kosningarnar séu búnar. Þá fer maður loksins að getað andað fyrir öllum fjölpóstinum. En ég er víst að fara út til Noregs eftir tvo daga, ekki að hlakka til margra daga keppnis"vinnu". Vonandi verður þetta sem bærilegast. Veit ekki hverni verður með blogfærslurnar þá. En jú ég var að komast að ansi skemmtilegum hlut áðan, ég held að ég geti bloggað úr símanum mínum. Ja svona er tæknin orðin þróuð. Við sjáum bara hvernig það gengur. Annars verð ég líklegast umkringd tölvum á þessu "nörda" móti. Wink

Vi ses!


"My dear country"

Hér í tónlistarspilaranum er viðeigandi lag fyrir daginn, ég set textann hér fyrir neðann.

Lagið og textinn er eftir Noruh Jones, og er flutt af henni og hljómsveitinni hennar.

'Twas Halloween and the ghosts were out,
And everywhere they'd go, they shout,
And though I covered my eyes I knew,
They'd go away.

But fear's the only thing I saw,
And three days later 'twas clear to all,
That nothing is as scary as election day.

But the day after is darker,
And darker and darker it goes,
Who knows, maybe the plans will change,
Who knows, maybe he's not deranged.

The news men know what they know, but they,
Know even less than what they say,
And I don't know who I can trust,
For they come what may.

'cause we believed in our candidate,
But even more it's the one we hate,
I needed someone I could shake,
On election day.

But the day after is darker,
And deeper and deeper we go,
Who knows, maybe it's all a dream,
Who knows if I'll wake up and scream.

I love the things that you've given me,
I cherish you my dear country,
But sometimes I don't understand,
The way we play.

I love the things that you've given me,
And most of all that I am free,
To have a song that I can sing,
On election day.

 

Hafið gaman á kosningavökunni!

 


Myndlíking á núverandi og framtíðar samfélagi okkar.

Ég rakst á þetta myndband fyrir einskæra heppni og gat ekki sleppt að deila því með ykkur. Mig minnir að leikstjórinn og framleiðandinn heitir Andrew Huang. Annars getið þið séð það á síðunni.

Ef að þið lítið neðar og sjáið "comment-in" að þá sjáið þið sem dæmi neikvæðu svörin hjá þeim sem virðist svíða það að sjá sannleikan. Endilega kíkið á þetta:

http://www.youtube.com/watch?v=zl6hNj1uOkY

Ps. Meðan ég man að þá ætla ég að fara að setja inn smá af tónlistinni sem ég hlusta á, bara svona upp á gamanið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband