Miðvikudagur, 9. maí 2007
Sprikl frekar en hugsun
Viðvörun! Mikið af rausi.
Hvernig má það vera að íþróttir fá alltaf miklu meiri umfjöllun en eitthvað eins og vísindi dagsins. Ég er að segja að Skólahreysti þar sem maður fylgist með fólki sprikla fær heila þáttaröð. Ég er ekki að segja neitt gegn heilusamlegri hreyfingu, ég var hlaupandi um eins og brjálæðingur fyrir jól áður en ég slasaðist. En maður fylgist með krökkum vera að bisa við armbeygjur og upphýfingar á meðan varla er eytt 20 orðum í leikfimi hugans.
Nú varð lið Lindaskóla Íslandsmeistarar í Skólahreysti, eins og skólinn minn var í fyrra. Liðið sem ég er partur af, tækni og vísindaliðið Nanóverurnar urðu Íslandsmeistarar í tækni... í nóvember í fyrra. Eftir nákvæmlega viku erum við á leiðinni til Noregs að taka þátt í Evrópukeppni með gestaliðum frá Bandaríkjunum, Asíu og Afríku. Þetta er alveg gríðarlega stórt en samt virðist enginn hafa áhuga á hugsandi unglingum dagsins í dag. Sem dæmi, mánudaginn eftir að við unnum í nóvember var grein um einhverja vandræða unglinga sem voru að gera einhvern óskunda. "Well, that warms my heart."
Ég verð að hætta þessu veseni, og lofið mér að það komi ekki eitthvert íþróttafrík að buffa mig;)
ps. Til að vekja athygli hjá áhugasömum, að þá erum við að sýna verkefnið okkar á föstudaginn, nánar er farið út í það í bæklingnum um Kópavogsdaga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Af hverju var skólinn lengdur?
Ég er alveg gríðarlega forvitin, af hveju lengdi menntamálaráðherra síns tíma skóla árið? Ég hef ekkert á móti því að vera þessa aukadaga í skólanum, um fimmtán minnir mig. Nema hvað að skólarnir hafa ekkert að gera við greyið krakkana, annaðhvort sitja þeir bara á afturendunum eftir próf, þar til skólinn klárast, eða að þeira skapa einhver vandræði.
Nú er ég alveg einstaklega forvitin og hefði ekkert á móti svari við þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 7. maí 2007
Unglingar í atvinnuleit
Eins og stendur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í fyrstu grein: ,,Börn eru allt fólk í heiminum yngra en 18 ára.
En hvernig má þá vera að allir unglingar dagsins í dag eru að leita að vinnu? Ég veit það ekki en samt er ég ein af þessum unglingum. Ég held að nærri enginn sem ég veit um ætli í unglingavinnuna, sjálf get ég ekki verið að róta í moldarbeðum þegar að ég get ekki einu sinni beygt á mér hnéð almennilega eftir mitt slys síðastliðinn mars, en varla eru allir slasaðir.
Ég er nokkuð viss um að fæstir jafnaldrar mínir nenni þessu. Þetta höfðar ekki til þeirra eins og maður segir. Ekki veit ég hvað við eigum að gera í staðin en þetta bjargast.
Allir unglingar virðast vera að leita sér að vinnu til að halda uppi neyslu sinni á veraldarlegum gæðum. Þetta er eins og skref í burtu frá foreldrunum með því að vera ekki að íþyngja þeim lengur með sínum kröfum um þetta og hitt sem hugurinn girnist. Á þessum aldri er mér farið að finnast mínar þarfir vera eitthvað sem ég á ekki að þurfa neitt lífsnauðsynlega, því finnst mér óþægilegt að biðja um pening fyrir því.
Það gæti verið að unglingum sé farið að líða svona vegna allra hlutanna sem er verið að beina til þeirra með auglýsingum og fleiru. Það er sagt "Þú þarft þetta og getur ekki lifað án þess, allaveg ekki ef þú átt að kallast venjulegur."
Vissulega er þetta fáránlegt en unglingar eru samt sem áður farnir að vilja fá meira en þeir létu sér nægja áður. Ég er ekki að segja að það sé slæmt, það þýðir bara aðheimurinn er að þróast og nýjir hlutir eru í boði.
Nú virðist ég vera komin út í eitthvað sem ég kalla "skriflegt þvaður" og ætla því að stansa hér áður en einhver meiðist.
Bless bless bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Lesa, lesa og lesa meira
Já, fyrirsögnin segir allt sem segja þarf, ég er að lesa. Samræmt próf í samfélagsfr. er á mánudaginn og ég er að gera allt sem ég get til að falla ekki með 4,9. Nei ég segi svona, mér á vonandi eftir að ganga vel.
Ég er eins og áður hefur komið fram að leita mér að vinnu. Búin að senda út fullt af umsóknum, fara með þær í persónu og hringja til að athuga með fleira og meira. Vá hvað það er að fara með mig að bíða eftir svari. Síðan hughreystir það mig ekkert sérstaklega að sumir senda ekki einusinni neitun tilbaka. Þetta er alveg ólýsanlega taugatrekkjandi. En ég sit hér róleg með nóg að lesa.
Kveð í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. maí 2007
Auglýsingaflóð
Komiði blessuð og sæl
Ég smellti mér hérna fyrir framan tölvuna áðan og las blogg hjá góð vinkonu minni. Hún kom með verulega góðan pistil um auglýsingaherferðir stjórnmálaflokkana.
Flokkar sem fleyta sér á því að vera svo grænir og umhverfisvænir eyða heilu þúsundunum af trjám í þessa bleðla sem enginn les. Ég kom heim í dag og við mér blasti heil hrúga af fjölpósti frá hinum og þessum flokkum sem kveðast hafa landsins bestu hagsmuni í huga.
Hugsiði þá um okkur og hlýfið okkur frá öllu þessu auglýsinga flóði, þetta er ekki hollt fyrir einn eða neinn. Brátt á ég ekki eftir að komast inn í húsið mitt vegna blaðanna og bleðlanna sem hrúgast fyrir framan dyrnar.
Þið ættuð að líta á þetta merka blogg á http://yr.blog.is
Annars get ég hlakkað til helgar með samfélagsfræðibókunum mínum. Læra um landakort og gömul stjórnmál. Þannig að ég kem heim lít framhjá núverandi stjórnmálum og fer að fræðast um þau sem gerðust fyrir hundrað árum, eitthvað virðist þetta nú vera afturábak.
Verð að hætta þessu rausi í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. maí 2007
Gómsætt taugaáfall!
Eftir mikið streð fann ég loks lykilorðið á síðunni. Verð víst bara að lifa með notendanafninu það sem eftir er. En ég meina það er nú ekki það slæmt. Síðan gæti heitað jhonnydepp.blog.is en sú þráhyggja leið hjá. Guði sé lof!
Ég ætti tæknilega séð að vera annaðhvort að læra eða að sofa en frekar augljóslega er ég ekki að sinna þeim erindum.
Ég er verulega stolt af sjálfri mér. Ég kláraði samræmt próf í ensku í morgun, og jafnvel þó að ég segi sjálf frá að þá gekk mér nokkuð vel. En einkunnin mun dæma um það eftir nokkrar vikur.
Þá á ég bara eftir samræmt próf í samfélagsgreinum og mín þarf ekki að pæla í restinni fyr en eftir ár. Jamm ég var svo skrambi dugleg í þessum fögum að ég tók prófin á undan samnemendum mínu. Það er reyndar ekkert til að hrósa sér af því það voru nú fjári margir sem gerðu þetta með mér. En ég er víst að stikla alein á steinunum í samfélagsfræðinni. Eitthvað fáir sem hafa áhuga á henni. Ég mun auðvitað láta vita hvernig það gengur þegar mánudagurinn líður. Annaðhvort það eða að þið heyrið fréttir um að ung stúlka hafi fengið ólæknandi kvíðakast í skólastofu þegar prófunum var útdeilt. Nei ég segi svona þetta gengur ábyggilega vel.
Síðan er í víst á leið til útlanda í þarnæstu viku. Ég get með sanni sagt að þetta er í fyrsta skipti sem ég hlakka ekki til að ferðast til útlanda. Er að fara að taka þátt í "legó keppni" sem einhverjir lásu kannski um í mogganum hér um daginn. En hvað um það að þá sé ég fram á mikla vinnu í kringum þessa keppni og síðan kem ég heim og fer beint í venjuleg próf. Ég þakka öllum kærlega fyrir sem ráðstöfuðu dagsetningunum á svona "heppilegan hátt"
Eftir þessa indælu kynningu skulum við byrja á uppskriftinni:
Innihald
kaldhæðna málfar, stelpan er orðin þreytt og stressuð
smá spennufall að vera búin í samræmdu prófi og hafa gengið vel.
Hrærum við smá aukalegri vinnu í viðbót í sambandi við þessa keppni,
bættu við skemmtilega kryddaðri enskuritgerð og skelltu inní ofninn.
Að nokkrum blótsyrðum seinna má taka blönduna úr ofninum, krydda hana með hópverkefni í samfélagsgr. og frjálsri ritgerð í bókmenntavalfagi og þá ertu komin með dýrindis taugaáfall borið fram með léttum skammti af kvíðakasti.
Betra getur það ekki verið.
Ps. góð leið til að brjóta upp réttin er að snarpsteikja útkomuna með leit að atvinnu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)