Ólýsanleg, yndisleg og hræðileg tilfinning.

Ég held að orð geti ekki lýst því hvernig mér líður um þessar mundir. Eða þá að ég hreinlega finn ekki orð til að lýsa því. Það er eins og ég sé búin að vera í öðrum heimi síðastliðna 3 daga frá því að ég lauk við seinasta samræmda prófið mitt. Ekki skrítið miðað við það að okkur var hreint og beint fleygt upp í rútu og út í sveit mjög svo stuttu eftir að við komum út úr prófinu.

Ég viðurkenni það fúslega að um leið og ég kom út úr stærðfræðiprófinu, sem nota bene, ég er búin að kvíða hvað mest fyrir, fékk ég spennufall sem greip mig svo gríðarlegu heljartaki að ég gat ekki haldið tárunum frá augunum.

Er reyndar ekki að tala um neitt flóð og hysteriu heldur var þetta svo undarleg blanda á milli hræðslu og ólýsanlegum létti sem fór yfir mann.

Próf sem hafa bókstaflega beðið eftir manni í gegnum þessi tíu ár af grunnmenntun hérlendis. Loksins eru þau búin.

Með móður mína sem vitni að þá er ég búin að vera ekki beint eirðalaus frá því að ég kom heim heldur hálfpartinn ekki vitað almennilega hvað ég skal gera af mér. Þannig að ég er búin að ganga um allt húsið í bæði miklum hugleiðingum og ekki með hugsun í kollinum.

Ætli maður geti ekki alltaf fundið sér eitthvað til að hafa ofan af fyrir sér, held að ég þurfi meira að segja að fara að gera við nokkrar flíkur og sauma gluggatjöldin mín. Mjög svo líklegt að ég fari að henda mér í það núna. Kaldhæðnin í hámarki fyrir þá sem ekki tóku eftir því.

Engin hugsun eftir núna, kveð í bili.


Hóst, sniff, attsjú og djö***s höfuðverkur.

Þar með er líðan minni lýst í einni setningu. Gleymdi reyndar stressinu sem fylgir þessum bévítans prófum. Reyndar það alfyndnasta varðandi þetta er það að allir eru pestargemlingar um þessar mundir. Það lá við að allir héldu niðrí sér andanum þegar íslensku stafsetningin var í gangi og um leið og því lauk komu þessi vænu hóstaköst hjá hálfum bekknum að það hálfa hefði verið hellingur.

Svo skal ég varla minnast á það að í gær í náttúrufræðinni var þetta eins og einhver twisted ópera þar sem að hver hóstaði í kapp við annan. Gaman að því!Devil

En já þeir sem til mín þekkja vita að ég er búin að vera svona níðingslega hálf lasin í meira en mánuð. En núna þegar ég er í prófum, þegar að stressið og svefnleysið er alveg að fara með mann að þá versnar í pestinni.

Stúlkan bara komin með hita, getur varla talað fyrr en um hádegisbilið og er alveg til í að hósta út úr sé lungunum og snýta úr sér heilanum.

En maður heldur þá ævinlega í vonina um að þetta sé að fara að klárast. Þakka snilld mannkynsins á hverjum degi fyrir tilvist verkjataflna, hóstasafts og hálsbrjóstsykra.

Áttaði mig reyndar ekki á því fyrr en áðan, eftir að vera búin að vera svo ólýsanlega sljó í dag eða tvö að það var hóstamixtúran sem ég er nýfarin að taka sem er með þann skemmtilega aukaverkan að maður verður "rólegur". My ass...það er varla að ég fúnktíoneri klukkutímann eftir að ég tek þennan andskota inn, en í það minnsta skárra en að geta ekki kyngt án þess að kveinka sér.

Nóg komið af röfli. I'm off, próflesturinn kallar.


Niðurníðslur

Glöggir hafa hugsanlega tekið eftir því að samræmdu prófin eru eins og sagt er upp á enskuna "in full swing". Ekki frásögu færandi fyrir utan það að all flestir koma nærri því niðurbrotnir út úr kennslustofunum. Meiriháttar spennuföll í svona miklu magni hefur maður varla heyrt af.

Út af fyrir sig er þetta náttúrulega mælieining á grunnmenntuninni sem fer fram hérlendis. En þessi próf hafa verið svo mögnuð upp öll unglingsárin að fólkið í kring um mann er hreinlega að fara á taugum.

Segjum að einhverjum finnist sér ganga eitthvað brösuglega á einhverju prófinu. Sá/sú hin/n sami/a sér hreinlega öll framtíðarplön sín molna niður fyrir framan augum sér.

Þetta er ekki beint raunhæft að þetta sé gjörsamlega heimsendir fyrir þann einstakling en þetta er augljóslega ekki beint skemmtilegasta lífsreynslan.

Ég man nú eftir hryggðarsjón fyrir tæplega ári í mínum skóla þar sem ég sá í alvöru ungt fólk há grátandi á göngum skólans eftir að hafa fengið einkunnir sínar. Fleiri en einn og fleiri en tvo get ég sagt ykkur.

Hvaða svaka sport er það að láta meirihluta ungmenna Íslands ganga í gegnum þetta.

Ég get ekki komið með neina fullkomna lausn á þessu máli og ég er í raun ekkert fjúkandi reið, kvartsár manneskja. En mér finnst þetta nú liggja fyrir augum uppi að þetta er ekki í lagi.

Já ég hef heyrt af því að búið sé að fækka prófunum um helming. En jafnvel þó svo sé að þá fannst mér dálítið nauðsynlegt að koma fram þessu áliti mínu og upplifun, þar sem ég er nú að fara í gegnum þessi próf "as we speak".

 

 


Systradeilur

Það er alveg með ólíkindum hvað það virðist vera inngróið í eðli mannsins að samkeppni myndist milli systkina. Jafnvel hjá mér og Huldunni þó að 11 ár séu á milli okkar. Undanfarið hefur það reyndar komið í ljós að ég er greinilega of góð systir. Litli hrappurinn er farinn að reyna að setja fyrir mig gildrur.

Sem dæmi er ítrekað reynt að planta hjá mér Honey nut seríósi (aðalfæða dömunnar) og barbídúkku (sem nóta bene ég átti þegar ég var lítil. Önnur saga).

Svo fer hún í burtu í smá stund og kemur svo aftur alveg öskuill en samt með dálitlar efasemdir því hún veit að ég gerði þetta ei.

Í það minnsta þá segir hún alltaf hátt og snjallt.

,,Valgerður vondur. Hún taka barbí/hunang (seríos). Hulda Á(eignarfornafn)!!!"

Allir fara bara að skellihlæja yfir uppátektarsemi dömunnar og ég er ekki frá því að það leynist bros á vörum Huldunnar.

Svona er nú það. Systkinasamkeppni verður alltaf til þó að aðeins einn aðilinn sé til í að skapa hana.

Nú er best að fara að læra íslenskuna vegna prófunum sem eru framundan.


Pössunarsagan

Blogga hér í annað  skiptið í dag. Gæti hugsast að ég nenni ekki að læra. Bara hugsanlega. Nei, nei ég ákvað bara að skella inn nokkrum myndum sem hafa verið teknar síðast liðna viku þegar Ítalíufararnir voru jú í Ítalíu. Góðar frænkur tóku að sér Mary Poppins hlutverkið og leikið var á alls oddi þegar á því stóð. Koma svo myndirnar...

008

Fyrsta daginn var augljóslega brugðið á leik og litla leikaradaman var í essinu sínu. Þeir sem ekki þekkja til Huldunnar ættu að vita að barnið gerir flest allt til að fá fólk til að hlægja, algjör performer. Ég sem hélt að ég ætlaði í leiklistinaWink

010

Mikið fútt þegar að kattarkvikindið vogaði sér upp í prinsessubólið. Fyrst var hann nú kominn undir sængina en var fljótt rekinn þaðan þegar að litla daman komst að því. Hann fékk nú aðeins að kynna sér forboðnu hýbílin.

014

Huldan fékk að spóka sig úti á svölunum hér áðan. Fyrsta vers var að fara í nýju skóna og flísara. Svo tóku skýin upp á því að fara eitthvað að voluskjóðast. Stóra systir bjargaði deginum þegar hún kom með eldgamla Tweedy regnhlíf frá því hún var lítil skotta. Algjör hittari.

016

Kattarfíflið skíthrætt við lætin í stelpuskottunni.

017

Og síðast en ekki síst...hinn mikli Guðbrandur Erlingur. Ég skil hann vel. Ég væri líka alveg svakalega þreytt eftir viku af dekstri. Kötturinn þarf ekki að hreyfa sig. Það kemur bara alltaf einhver til hans og fer að strjúka honum. Og ég hans ástkæra fóstra er nú í agahlutverkinu. Búin að gefa honum dágóðan skammt af hrekkjum og stríðni (mætti halda að ég væri skyld frændum mínum) bara svona til að halda honum við efnið.

Ég sver. Hann hefur örugglega fitnað á þessari einu viku. Held að honum hafi tekist oftar en einu sinni að plata út úr Helgu tvöfaldan skammt af mat. Helvíti góður í að þykjast vera alveg hungurmorða þegar hann er nýbúinn að éta. Og ég segi aftur, ég hélt að það væri ég sem væri á leiðinni í leiklistina.

Jiminn eini, best að fara að lesa.

 


"Mamma...komdu!"

Fór nú allt fúttið úr niðurtalningunni þegar að ég missti tölunaLoL. Nei, nei fínar fréttir héðan. Ítalíufararnir koma heim í dag, eða öllu heldur nótt. Þannig það verður glatt á hjalla í fyrramálið þegar að litla daman hún Hulda Ólafía áttar sig á því að mamma og pabbi eru komin.

Foreldrarnir hafa nú verið duglegir að hringja og stóru systur (mér) finnst voða gott að heyra fréttir og segja. En alltaf þegar að Huldunni er réttur síminn er fátt sagt. Ég skal gefa hér dæmi um símtal milli mömmu og Huldu.

Hulda: Halló, hver er þetta?

Mamma: Þetta er mamma.

Hulda: Mamma, komdu.

Mamma: Ég kem bráðum, elska þig. Bless.

Hulda: Bless mamma.

 

Þar með er síminn réttur eitthvað áfram. Þetta er nú samt gífurlegur munur frá því seinast þegar að foreldrarnir fóru e-ð til útlandanna, að mig minnir fyrir 3 árum. Þá var Litla daman 2 ára. og eitthvað var orðaforðinn minni.

Það var af og til að maður heyrði smávegis píp í henni. Eins og spurning kom "Mamma og pabbi?" Svo þegar henni var svarað að þá var það útrætt.

En hamingjan leyndi sér ekki þegar að hjónin komu heim. Lá við að hægt væri að hamingjan væri áþreifanleg.

Að öðrum efnum að þá  var gærdagurinn fínn. Reyndar var Huldan eitthvað pirruð allan daginn, gæti verið að henni finnist foreldrarnir eitthvað of lengi í burtu. Í það minnsta var hún alveg til í að garga á eldri Hulduna (frænku) þegar henni mislíkaði eitthvað. Sem er frekar undarlegt því ef Huldan er í margmenni að þá mætti í raun líkja henni við lítinn engil sem er hvers manns hugljúfi.

Bara slæmur dagur hjá kellunni. Frá höfundi er fátt að segja fyrir utan að ég held að ég sé að því komin að hósta út út mér lungunum. Fjandans hálsbólga og kvef sem er búin að vera gestur hjá mér í meira en mánuð. Einhver ráð?

Jæja, þá verð ég víst að fara að gera eitthvað uppbyggjandi og sniðugt. Sit bara hér í eldhúsinu og leyfi Glen Miller að spila fyrir mig. Einhver söngvarinn segir stúlkunum að sitja ei undir eplatrénu með neinum öðrum en honum fyrr en hann marserar heim. Sætt.

Gleðilegt Sumar.


Litli naglinn og dagur 4. Punktur.

Blogga nú í annað skipti í dag, nú á léttari nótum fyrir Ítalíufarana. Litla daman var sem sagt vakin klukkan 9 í morgun þannig að breski tíminn virðist halda sér vel. Svo var daman drifin í bíó á Dr. Seuss myndina Horton hears a who sem fjölskyldan hefur nú séð í sinni upprunalegu mynd, en hún fylgdi með á dvd disknum The grinch who stole christmas. Skemmtileg ef ég man rétt.

Svo þegar Huldurnar komu tilkynnti eldir Huldan hvað hefði skeð í bíóinu. Þær komu víst að einhverjum ungum drengjum sem gerðu ekkert annað sér til skemmtunar en að henda poppi út um allt. Sú stutta var ekki sein að ávíta þá og sagði víst ákveðin. "Strákar! það er bannað að henda poppi." Svo endurtók hún sig til að ítreka alvarleika málsins.

Ekkert smá flott hjá henni hvað orðin hlaðast inn.

Svo var að reyndar rétt í þessu að hún var eitthvað að skottast um að hún gjörsamlega hrundi í gólfið. Svaka bylta. Ekkert sá sem betur fer á henni en þetta var samt vont.

Litli naglinn grét sko ekki. Það mátti jú aðeins knúsa hana Huldu Kötu sína en svo var það búið og öllum sagt ákveðið að "Fara burt".

Jafnvel þegar manni er skipað að gjöra svo vel að hunskast í burt er maður himinlifandi af hamingju.

Nú er bara kvöldmatur rétt að verða tilbúinn. Frænkurnar eru allar hér með tölu. Og matur er framreiddur.


Minning minnir á sig.

Var að lesa færslu hjá Dísu Dóru og mundi alveg skyndilega eftir atviki sem gerðist fyrir að verða 10 árum.

Dísa Dóra setti semsagt inn vídeóbrot úr Dr. Phil þar sem hann var að ræða við hjón. Maðurinn setti út á holdafar eiginkonu sinnar og kallaði hana öllum illum nöfnum. Svo reyndi kauði að kenna henni um. Sagði að ef hún væri bætri yrði hann betri. Kenndi henni um andlega og stundum líkamlega ofbeldið sem hann kaus að beita hana.

Alveg upp úr þurru rifjaðist upp fyrir mér þessi minning þegar ég var sex ára hnáta, hér um bil ný byrjuð í skóla. Leikfimishúsið var í nokkurra mínútna rölt fjarlægð. Tíminn var búinn.

Þó nokkrir nemendur voru farnir á undan til að ná fótboltavellinum fyrir frímínúturnar. Ætlunin var að ná þeim og vera með. Enn voru þó einhverjir eftir  í búningsklefanum og sú sem átti að fylgja börnunum var að hjálpa þeim sem seinir voru.

Ekkert var semsagt að því að litla stelpuskottið gekk af stað í átt að skólanum. Svo virtist það að minnst kosti. Ekki hefði hana grunað að á leiðinni myndi hún mæta tveimur risavöxnum (að hennar mati) unglingsstrákum. Seinna, árum síðan myndi hún frétta að annar þeirra ætti við einhverja örðuleika að stríða.

Hvað um það að þá gekk fyrrnefndi "risinn" í átt að telpunni. Tók fast um axlir hennar sem aðeins báru léttan leikfimispoka.

Og hristi. Hristi litlu telpuna og öskraði.

Eftir það verður minningin óljós. Einhvernvegin hefur gleymst hvernig telpugreyið var fundið. Hvort hún kom sér upp í skólann sjálf eða ef gangakonan og seinu börnin fundu hana tárvota á leið sinni að skólanum.

Minningin byrjar svo aftur þegar að telpan vaknar af óværum svefni í sófa dægravalar skólans. Búið var að hringja í ungu foreldranna sem stóðu áhyggjufullir með einni fóstrunni sem útskýrði atvikið.

Aftur var það árum seinna að telpan fékk að vita hvað var sagt.

Hún hefði átt að bíða eftir drollurunum og fylgdinni þeirra frekar en að ganga á eftir félögum sínum og taka þátt í fótboltaleik.

Starfsfólk skólans sagði að telpan, litla sex ára telpan, sem varð náföl lengi eftir atvikið í hvert skipti sem hún sá "risann" álengdar í skólanum, hefði átt að vita betur.

Sleppa því að ganga á eftir félögunum því einhver gæti ráðist á hana á minna en 3 mínútna labbi. Alltaf að reikna með því ólíklega.

Litla telpan hefði átt að vita betur og þá hefði ekkert skeð.

Ég tek það fram að nú þegar telpan er orðin eldri, á hún sér fleiri minningar. Sumar erfiðari en þessa um missi og sorg en líka minningar um gleði og mikla hamingju.

Ég á fáar minningar úr þessum skóla og alltaf hryggir það mig þegar þessi stekkur svona sterkt upp. Frá því að ég skipti um skóla fyrir nokkrum árum man ég ekki eftir svipuðum atvikum. Óhætt er að segja að umhverfið sem ég fluttist í er margfalt betra, þar sem ég er umkringd vinum og fólki sem þykir vænt um mig.

Hendurnar mínar eru orðnar ískaldar og farnar að skjálfa. Erfitt orðið að hugsa. Ekki viss hvort maður ætti að birta þessa færslu svo alheimurinn, ókunnugir og kunnugir, vinir og hnýsnir vandamenn fái að vita hvað ég hugsa stundum. Hvers ég minnist.

Í raun ekkert ótrúlega lífsreynsla því margir hafa upplifað verra.

Bara minning. Bæði skýr og óljós. Gæti jafnvel verið uppspuni uppátækjasamrar og ímyndunarveikrar manneskju.

Ekkert slæmt gæti gerst ef fólk les þetta. Það fær bara að vita um undarleg viðbrögð mín við annarri bloggfærslu. Viðbrögð sem ég náði ekki að hrista af mér fyrr en ég skrifaði þetta niður. Samt loðir minningin enn við huga minn.

Minningin um litlu telpuna sem "hefði átt að vita betur"


Dagur tvö og þrjú. Punktur.

Ég stend við mín orð og held áfram að blogga fyrir Ítalíufarana. Gleymdi víst að blogga í gær þannig að nú verða tveir daga teknir í röð.

Dagurinn í gær var nú bara þokkalegur, reyndar ekki æðislegur ef maður tekur til greina munnkvalir höfundar sem var að koma frá tannlækni.

Helga gisti fimmtudagsnóttina þannig að hún var sú sem ræsti litlu dömuna upp á föstudaginn. Reyndar fékk kötturinn nú fyrir ferðina um nóttina. Hann er nokkuð duglegur við að stökkva yfir barnahliðið sem er fyrir stiganum á nóttunni. Þeir sem til hans þekkja vita að hann er á stærð við Cavalier hund og ekkert léttur eftir því. LoL

Helga fékk allavega alveg nóg af þessari næturleikfimi hans þannig að hann var bara tekinn upp á hnakkadrambinu og honum hent inn í þvottahúsið.

Lítið að gera í skólanum en svo skelltum ég og Hulda Kata á einhverja leikskólahátíð hjá Huldu Ólafíu þar sem þeir voru að taka við grænfánanum. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hefði þetta getað verið betra. ef einhver hefði getað gefið greyið ræðuhaldaranum gjallarhorn eða eitthvað að þá hefðu foreldrarnir kannski farið í burt aðeins ánægðari eftir að hafa tekið sér frí til að sjá krakkann sinn syngja og drösla honum svo heim extra snemma. Ekki verður því nú breytt en ég veit að ég hefði verið ansi svekkti yfir þessu tilstandi væri ég í 9-5 vinnu.

Eftir að hafa japlað á einhverju kanínufæði sem að litla daman lýsti yfir að væri hreinasti viðbjóður, var haldið í Kringluna að eta ís til að bæta fyrir óþverrann.

Þórhildur og Hulda Kata komu og matreiddu fyrir okkur hamborgara um kvöldið og maður er stoltur af litlu dömunni sem át 3/4 af matnum miðað við að venjulega er það 1/4 eða 1/8. Krakkinn verður loksins kominn með einhverja fitu á sig þegar foreldrarnir koma til baka.

Þá snúum við okkur að laugardeginum. Hulda Óla var vakin snemma til að hún geti haldið sig við breska tímann sem búið er að koma fyrir á heimilinu. Eitthvað hafði hún fyrir stafni með eldri Huldunni þar til stóra systir dröslaðist á fætur.

Okkur var hent út á ferð til ömmu í hádegismat til að halda henni félagsskap þegar allir eru í útlöndunum. Upphvötaði þar tindáta sem pabbi hafði greinilega átt.

Mikið um leiki þar sem að indíáni var bara "minding his own buisness" í tjaldinu sínu þegar einhver kúrekafjandi koma bara og taldi upp að þremur og skaut hann. Hvar daman hefur lært það er mér hulin ráðgáta.

Eftir að heim var komið var eitthvað sem hefur bitið mig og Helgu því að ég held svei mér þá að við höfum tekið þvottahúsið í gegn. Það gerðist út af þeim grun sem við höfðum um að kattarfjandinn hafi verið svo fojj yfir því að vera lokaður inni að hann hafi migið einhverstaðar í óhreina þvottinn. Lyktin benti í það minnsta til þess. Þannig að búið er að sortera þvottinn sem á að þvo, henda ýmsu drasli, skipta um í kattakassanum, sópa rækilega þar í kring og ætlunin er að klára að þvo sorteruðu hrúgurnar, sópa betur, ryksuga og skúra. Regluleg paradís fyrir kattarfíflið.

Nú sit ég úti á Granda og blogga og held að ekki sé frá meiru að segja.

Kveðjur frá Valgerði


Dagur eitt. Punktur.

Kæri jóli...nei ég segi bara svona. Þá er það fyrsti dagur þar sem foreldrarnir eru fjarverandi. Ég og litla daman erum reyndar í góðum höndum frænkna sem taka að sér Mary Poppins hlutverkið. En ég er hér bæði sjálfskipuð og með beiðni frá æðra valdinu um að blogga um gjörsamlega hverja sekúndu á meðan að á Ítalíuferðinni stendur. Þannig að ég verð bara að gjöra svo vel og standa við mitt.

Dagurinn minn byrjaði allavega um það bil klukkan fjögur um nóttina þegar að ma og pa voru á svo miklum hlaupum um húsið, að kapparnir í Formúlunni væru hræddir um tímann sinn. Reyndar ýki ég dálítið en þetta er nú svona á flestum heimilum áður en haldið er á flugvöllinn.

Semsagt fengust þau loks til að setjast niður og drekka með mér kaffi og hakka í sig brauðsneið á meðan beðið var eftir þriðja ferðafélaganum. Eftir að þau skutust út mundi ég, þegar ég var nota bene lögst við hliðina á litlu steinsofandi dömunni, eftir dálitlu mikilvægu sem ég hafði gleymt. Þannig að ég hringdi í dauðans ofboði svo ég næði fólkinu áður en innritunin í flugið hæfist.

Ég held bara að ég hefði ekki haldið lífi hefði ég gleymt að biðja þau um að passa sig vel. Svona getur þessi fjölskylda verið hjátrúarfull. Skelfilegir hlutir gætu gerst, ég er að segja þaðSmile

Ósköp  get ég verið langorð, því er ekki viðbjargandi.

Hulda Kata a.k.a. Mary Poppins, bankaði upp á um átta leytið þegar ég lá enn í móki. Þegar ég var að gera mig til vakti hún litlu dömuna sem byrjaði á því að hlaupa út að glugganum til að athuga að bílinn væri farinn. Viti menn, hana var ekki að dreyma um allt þetta flugvélatal. Foreldrarnir farnir í bili. Hún tók þessu nú þokkalega því ein skemmtilegasta frænkan var komin til bjargar. Þannig að allt var í góðum gír á meðan fólk klæddist og borðaði morgunmat.

Þegar komið var á leikskólann kom upp smá vesen. Flíshúfan hafði gleymst og æ hvað sorgin var mikil. Slíkt hefur gerst áður en ekki með þessum viðbrögðum. Grunar mig þá að eitthvað af shjokkinu hafi verið að skila sér. Að mamma og pabbi eru í útlöndum. En mín manneskja er of svöl til að játa hvað henni finnst. Því hef ég kynnst áður. Svaka nagli sem fer helst ekki að gráta nema ef eitthvað mikið hafi gerst, harkar bara af sér.

En allavega var smávegis grátur. Gott að hafa stóru systur til að halda í sig. Svo var hún flutt volandi til Kristjönu sem er með hana á leikskólanum. Gott að eiga góða að.

Þá held ég að þetta sé orðin lengsta bloggfærsla til þessa og ætla ég bara að slutta þessu því kellingin er komin með eldri Huldunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband