Þriðjudagur, 28. október 2008
Listin að hrynja inn í strætó
Þetta er virkilega ekki búinn að vera minn dagur og klukkan er ekki einu sinni orðin 10.
Byrjaði daginn í rólegheitum, tók mér minn tíma í að koma mér á fætur og hafði það bara nokkuð náðugt í að hafa mig til.
Svo skellti ég mér út í kuldann og vá hvað ég og hálka eigum ekki saman, ég silaðist þarna niður brekkurnar á snigilshraða. Þannig að mín missti af strætó.
Lítið mál, tek bara næsta og er svoldið tæp inn í tímann en ég meina, ég næ þessu.
Kalt,kalt, kalt. Svo kemur strætó...
Og mín byrjar ekki á því að ganga inn í strætó. Nei, nei, ég hryn inn í strætó.
Fáránlega mikil bleyta og snjór búinn að safnast hjá innganginum og balance-inn hjá mér alveg út úr kú af því ég er með svo mikið af þungu dóti, þannig að mín bara hreint og beint hrynur inn í strætó.
Þannig að ég hýfði mig upp með marin bein og marið stolt og hlamma mér niður í sætið við hlið MK vinkvenna minna og ber mig eins mannalega og ég get.
Svo er strætó alveg óheyranlega seinn, þurfti að bíða eftir hinum strætó-unum og ég var alveg heilu kortéri of sein í alvarlega tilgangslausan tilraunatíma í efnafræði.
Ekki minn dagur.
Ps. Og nú sit ég beint við hliðina á loftræstiopinu í gólfinu og er að frjósa úr kulda!!!
Athugasemdir
Æjji greyið!! Þú verður að spyrja Þórhildi frænku þína um strætó sögu! Hún er líka frekar fyndin.
Hulda Katrín (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.