Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
My precious!
Ég var að kaupa mér mína fyrstu fartölvu áðan. Alveg að missa mig af stolti.
Búin að vinna eins og svín síðastliðinn mánuð og uppskar alveg svaka laun sem fóru að mestu í tölvuna. Keypti hana í Tölvutek og mæli ég eindregið með þeirri verslun. Gott verð og ótrúleg þjónusta.
Í stuttu máli er ég í skýjunum en nú er mín orðin svöng og maturinn kallar.
Athugasemdir
Til lukku með gripinn - mjög gott að eiga fartölvu
Dísa Dóra, 6.8.2008 kl. 21:20
Til hamingju með gripinn. Það er algjör draumur að eiga kjölturakka - eða er þetta kannski labrador eins og tölvan hennar Tótu:)
Kveðja,
Guðrún Björk
Guðrún Björk Stefánsdóttir, 6.8.2008 kl. 22:29
hehe nei ég hafði mína talsvert nettari fyrst ég gæti verið eitthvað með hana á flakki upp á skólann
Valgerður Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 22:55
Til hamingju með gripinn!! Kjölturakkar eru ómissandi.
Hulda Katrín (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.