Afmælisstúlka bloggar!

Jæja, ég ákvað að fara að vera duglegri í að blogga...hahh hversu oft hefur það heyrst frá mér. En í það minnsta fannst mér það skylda að rita hér stutta kveðja (gæti orðið löng) á afmælisdaginn minn.

Ég, sem sé byrjaði daginn á því að vakna snemma miðað við það að ég er í fríi, vaknaði um 10, rífa litlu systir mína upp og draga hana í leikskólann. Litla daman var með einhvern skrekk í gærkveldi sem olli eitthvað trufluðum svefni. En nóg um það.

Það var ekki klukka sem vakti mig í morgun heldur voru það endalausu víbríngarnir frá farsímatækinu mínu, betur þekkt sem besti vinur minn, en það voru kærkomin hljóð frá dauðaþögninni sem hefur borist frá honum, eitthvað lasinn greyið, hélt hann væri að liggja banaleguna. En þegar áhyggjufull móðir hans fór með hann til læknis (í viðgerð hjá yndislega fólkinu í Símanum) var niðurstaðan sú að það var ekki hann sem var sárlasinn heldur bróðir hans, hleðslutækið. Þannig að nú er búið að kalla út dánartíma þess og jarðarförin verður auglýst síðar.

Ég biðst foráts án afláts á þessum undarlegu ræðum mínum en svo ég komi mér aftur að efninu að þá voru það endalaus textaskeyti frá öllum heimshornum sem óskuðu mér til hamingju með afmælið. Maður kemst víst að því að það er drjúgur slatti af fólki sem man eftir manni og þykir víst vænt um mann.

Kannski er hægt að taka eftir því að ég er fremur langorð, helgast líklega af því að ég er að forðast eftir bestu getu að taka til. Það er víst einhver bé***ans afmælisveisla í kvöld. Er víst að fara út að borða með einhverjum slatta af fólki og svo á að vera einhver afslöppun heima hjá mér. Nú er hugarástandið svo hjá mér að mig langar bara að segja fólkinu að fara heim til sín og vera þar. Ég meina þið verðið búin að borða, er það ekki nóg, vanþakklátu......

Ég meina þetta auðvitað ekki, undarlegt skap sem hefur brotist hér út á afmælisdeginum, er alveg himinlifandi yfir þessum yndislegu vinum sem vilja vera með mér og fagna "ellinni".

Ég held að ég verði að fara að taka til, reyndar er ég vel á veg komin, orðið hreint í eldhúsinu, barbídótið komið af gólfinu og eina sem er eftir er að brjóta saman einhver föt og ryksuga.

Fyrirgefið mér þessi undarlegheit, en kannski verð ég bara svona út árið, maður veit aldrei hvað getur skeð á svona afmælisdögum.

Vil taka það fram að nú þegar ég er að drolla að þá hef ég tekið síðuna að einhverju leiti í gegn svo að hugsanlegt mun dugnaðurinn vera meiri í framtíðinni hvað það varðar blogg, endilega vera dugleg að láta vita hvort eitthvað af fáránlegum spekúleringum mínum veiti einhverja skemmtun.

Wow this page is so beeaaauutilful and shiiiinnyyy I'm gonna love it forever and ever and ever...

Eins og ég sagði, undarlegt skap í dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku litla frænka; Við sendum þér innilegar afmæliskveðjur og vonum að veislan sé í fullum gangi og sé mjög skemmtileg. Ástarkveðjur frá okkur ættingjum þínum á Akureyri 

Auður og norðlingarnir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband