Þriðjudagur, 25. desember 2007
Jólin og allt sem fylgir
Já hér með sannast hversu annaðhvort löt ég er að skrifa hér á bloggið, eða þá að það sést langar leiðir hversu upptekin ég er. Í það minnsta er ég nú í jólafríi alveg til 27. þegar ég fer að vinna, tek einn dag í frí og svo eru það þrír hálfir dagar í röð sem ég vinn. Kalla það nú bara þokkalegt miðað við að ég er nemi til að bæta því við.
Aðfangadagskvöld tókst með myndarbrag, þrátt fyrir efasemdirnar sem ávallt eru á Þorláksmessukvöldi. Samt er ávallt þetta íslenska reddingargen í manni svo að maður hefur alltaf áhyggjurnar í minni stílnum.
Ný aðferð var prófuð við að elda jólakalkúninn og heppnaðist það alveg gríðarlega vel. Svo fór nú litla systirin að ókyrrast eitthvað og vildi ólm fá gjafirnar sem ætlaðar voru henni, ja eins og hver kannist ekki við þá tilfinningu frá yngri árum.
Maður fékk nú alveg fjöldann allann af góðum gjöfum og þakka ég hérmeð öllum sem kannast við það að hafa gefið mér einhvern jólapakkann.
Fátt hef ég nú að segja í bili svo ég óska bara öllum enn og aftur gleðilegra jóla og mun ég reyna að hripa einhverjar línur niður fyrir gamlárskvöldið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.