Fimmtudagur, 1. janúar 2009
Tek á móti nýju ári á hækju!
Mér tókst að gera það aftur...þ.e. að taka hnéð á mér úr lið.
Á alvarlega fáránlegan hátt. Var bara að stíga niður af kolli í vinnunni og þá kom alveg "yndislegt" brakhljóð sem endurómar enn í eyrum mér, og ég lét mig síga niður á gólfið undan sársaukanum.
Hinsvegar er þetta talsvert skárra en seinast þegar að ég gerði þetta fyrir tæpum tveimur árum og maður veltir fyrir sér hvort maður sé komin í æfingu.
En ég mun lifa þetta af, verri hlutir hafa gerst.
Gleðilegt nýtt ár!
Athugasemdir
ÚFF vona að þú jafnir þig á þessu stelpa fall er fararheill
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 10.1.2009 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.