Þar kom að því...

Sögu vil ég segja ykkur af lítilli stúlku sem er að taka langstökk í talinu um þessar mundir.

Heilu romsurnar koma út úr stelpunni og það virðist ekkert ætla að stöðva þessa blessuðu munnræpu sem er loksins komin á barnið. Fullmyndaðar setningar, -af hverju- spurningar og ég bara veit ekki hvað.

Held að allir á heimilinu séu í losti hvern dag.

T.d. var hún rétt í þessu að tilkynna pabba að hann væri með hár í eyrunum svo eitthvað sé nefnt.

Frá mér er fátt að frétta, próf í fullum gangi og ég sé fyrir endann á þeim, komandi föstudag.

Þá eru í það minnsta tvö afmæli á dagskrá yfir helgina og jólaball í næstuviku á Nasa.

Bara að ég gæti sparkað í sjálfa mig að fara að lesa.

Kann einhver eðlis- og efnafræði?Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Barnið fór úr öðrum gír beint í þann fimmta!! Ótrúleg framför á bara einni viku!

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Dísa Dóra

Ótrúlegt þegar þessi börn taka bara heljarstökk í þroska.

Eigðu góðan dag

Dísa Dóra, 13.12.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband