Nornaráð Kreppunnar

WitchCatPostcard

 

Ég er nú dálítil norn innst inn í mér og hef frætt mig

um margs kyns galdra og ráð í gegnum tíðina.

Þær nornir, sem eiga sér viðeigandi fylgikött (familiar)

geta nýtt sér almennt leiðindaverk hér í krepputíðinni.

 

             Kattakassinn!

kattakassi

 

Ég veit ekki með aðra en það er hér á heimilum

mjög nauðsynlegt að skipta reglulega um í 

umræddum kassa og gott ráð til að búa um hann

á nýjan leik er að setja dagblað í botninn áður en

                                                    sandurinn er settur í.

Djarfir gætu viljað vera hnitmiðaðri og því er öllum velkomið að velja sér mynd, hugsanlega prenta hana út frá veraldravefnum en þessa dagana er öruggt að finna einhvern sem manni mislíkar í einhverju af blöðunum.

Ég ábyrgist ekki að eitthvað undravert komi fyrir þann einstakling sem hefur þessi örlög en þetta róar sálartetrið þegar reiðin ætlar að blossa upp, að hugsa til þess að andlitið á þessum kauða verður fyrir mjög bókstaflegu skítkasti að minnsta kosti einu sinni á dag.

 

Meðfylgjandi er gott ráð fyrir dagblöðin í heild sinni sem virðast ekki ætla að færa okkur neitt annað en leiðindafréttir.

Gerið náttúrunni greiða og farið með þau beint í endurvinnslu.

Ekki bara fyrir blessuðu náttúruna okkar heldur einnig fyrir skemmtilegu tilhugsunina um það að sá sem er í blaðinu í dag verður orðinn að SKEINIPAPPÍR í næstu viku!

 dagblöð+recycl1=tretojari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir bloggvinaboð

Jóna Á. Gísladóttir, 22.11.2008 kl. 19:37

2 identicon

Þótt ég veit ekki neitt um að skipta um skítakassann hjá Kisu. Væri ekki svaka sniðugt að hafa poka undir dagblöðunm, þá þarf rétt svo rífa upp pokann til þess að henda öllu í ruslið.  En hvað veit ég! Kannski þarf ég að byrja að nota endurunninn klósettpappír í Kreppunni. Klósettpappír er orðin svo helvíti dýr.! 

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband