Þakkir og veikt kaffi

Með einhverjum óútskýranlegum töfrum náði ég að vakna fáeinar mínútur yfir 6.

Skóli hjá minni og ef maður á að líta svona skítsæmilega út þá þarf maður víst að skella sér í sturtu og gera einhverja bjútý-rútínu. Svo spennandi!!!

Er að spá í að tjúna mig aðeins niður á kaffinu. Var að fá mér svona morgun bolla sem ég geri sterkari en venjulegt fólk og fattaði að mér fannst hann ekkert sterkur lengur. Veit ekki hvort ég eigi að hlægja eða gráta.

Ég hef svossum ekkert spennandi að segja. Afmælið sem var hér síðastliðið laugardagskvöld gekk eins og í sögu. Æðislega gaman og það var alveg lygilegt hversu hratt ég sofnaði rétt eftir miðnætti þegar ekki einu sinni allir gestirnir voru farnir.

Þakka öllum fyrir góðan félagsskap og er farin í sturtu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband