Laugardagur, 23. ágúst 2008
Hérastubbur bakari nær ekki með tærnar þar sem ég er með hælana í smákökubakstri...
Að vísu baka ég ekki piparkökur en þessar elskur fara sko langt á undan þeim í gæðum og bragði en venjulegar piparkökur.
Mín er búin að vera vakandi síðan klukkan rúmlega 6. Búin að taka til í eldhúsinu, hræra saman deig, bölsóttast aðeins yfir því en núna streyma út úr ofninum þessar svona glæsilegu kökur sem ég hlakka mjög til að bjóða fólki upp á í kvöld.
Tilefnið er það að móðir mín átti afmæli síðastliðinn þriðjudag og í kvöld verður þessi líka myndarlega veisla. Standandi hlaðborð, þ.e. að fólk verður ekki með einhverjar hnallþórur á diskum.
Er semsagt að baka kökur sem á frummálinu nefnast Lemon and white chocolate biscuits, eða sítrónu og hvít súkkulaði kex...eða eitthvað í þá áttina
Ég skal kannski gerast svo myndarleg að henda inn nokkrum myndum af lokaniðurstöðunum en núna þarf ég að fara að skera fleiri kökur.
Gleðilegan Menningardag og til hamingju Íslendingar með áfangann í gær.
Athugasemdir
Ef þú gætir líka sent mér nokkrar í pósti, þá væri það alveg ágætt :)
Viðar Freyr Guðmundsson, 23.8.2008 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.