Fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Að blogga eða ekki að blogga?
Það er sko spurningin því alltaf þegar ég sest niður við tölvuna finnst mér eins og ég þurfi eitthvað að bæta mig.
Jæja, nóg um það. Ég var eitthvað að erindast í gær og átti leið fram hjá gamla skólanum mínum sem er í leið minni í átt að strætóskýlinu. Hitti þar fyrir utan deildarstjóra skólans sem alveg hreint og beint sagði að ég yrði að kíkja inn.
Gott og blessað, nægur tími í strætó. Þannig að ég fór inn og hitti alla kennarana og blaðraði og vesenaðist. Eins skemmtilegt og þetta var að þá bætti þetta ekki stressið sem ég er með bubblandi hérnar í maganum yfir því að vera að fara á skólasetningu núna á eftir.
Já og svo ég minnist ekki á það að ég er að fara í fyrsta skóladaginn á morgun.
Jæja, ætla að fara að hafa mig til ef ég á að líta sæmilega út.
Athugasemdir
Njóttu dagsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 11:42
Vona að þér gangi nú vel í skólanum kæra bloggvinkona
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 21.8.2008 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.