Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
Macaroni und cheese
Æðislega gott og einfalt comfort food sem ég hef nýlega upphvötað. Stóri plúsinn er að litla dýrið borðar þetta.
En mér fyndist líklega hvað sem er gott af því ég er sama og ekkert búin að borða í dag og það litla sem ég borðaði, skilaði ég eftir að hafa liðið alveg fáránlega illa og fór því stöðugt versnandi þangað til ég kom heim og the rest is history.
Örugglega ekkert spennandi lesning en allavega vil ég óska ástkærri móður minni til hamingju með 40 ára afmælið.
Frúin var að taka upp gjafir fyrir andartaki og ég ætla að leyfa henni að eiga heiðurinn á því að segja frá því á sínu bloggi.
Jæja þá ætla ég að klára skál mína af "comfort" og lafa í einhverju ógáfulegu fyrst ég er búin í vinnunni og er ekki enn byrjuð í skólanum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.