Staðhæfingar og móðganir

Ég er hef orðið afar iðin síðustu vikur og mánuði við að lesa hin ýmsu blogg hér á Mogga-blogginu. Heitar umræður hafa átt sér stað og oft á tíðum fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með athugasemdunum sem fólk leyfir sér að setja við hin fjölbreyttustu málefni.

Leiðinlegast finnst mér nú þegar að mikil rifrildi og jafnvel móðganir fara að ganga á milli einhverra aðila með skoðanir sem skarast á. Aðili A hefur sett fram sína skoðun t.d. í bloggfærslu og svo kemur aðili B með skoðun frá allt öðrum enda og svaka spenna skapast.

Sama þó að annar aðilinn hafi hugsanlega rangt fyrir sér, lætur sá hinn sami sér ekki detta í hug að láta í minni pokann. Oft fer notar aðili B hundalógík til að tjá og rökstyðja sitt mál og aðili A reynir eftir bestu getu ásamt fleirum að koma með víðara sjónarhorn á málið.

En aðili B hefur sett upp, eins og fjölskyldan kallar það, þröngsýnisgleraugu og heldur áfram að básúna út hreytingum og móðgunum til varnar sínum málstað.

Ég er í raun ekkert að fara með þessa færslu á neinn ákveðinn lokapunkt. En skrifa hér eingöngu eftir því sem ég veit.

Það vantar að fólk sé tilbúið að viðurkenna að það hafi ekki allann fróðleikinn um allt sem það predikar um.

Nú er ég orðin afar lúin lítil kerla og bendi á skilaboðin sem eru hjá höfundarmyndinni. Ekki staðhæfa um hluti sem þú veist ekki nægilega mikið um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það er fátt erfiðara en að breyta skoðunum einhvers í gegnum blogg vef eða reyna að fá bloggara til að sjá þína hlið á málinu.. Það er nánast ógjörningur.

Viðar Freyr Guðmundsson, 21.6.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband