Ný mynd!

Nú er ég sko hamingjusöm. Skít sama með sætið okkar í Eurovision. Fannst þau Friðrik og Regína bara dúndur flott þarna og stóðu þau rækilega fyrir sínu.

En ég er bara svo ofboðslega hamingjusöm yfir því að loksins náði ég að skipta um höfundarmynd. Ég þakka kizu kærlega fyrir góð ráð sem ég heldur betur nýtti mér.

Þannig að ég spyr; hvernig lýst ykkur á? Eina heiðurinn sem ég tek er að vera fyrirsætan (væntanlega) og ljósmyndarinn. En svo var það mín góða vinkona Kristín B.L. sem eins og ég sagði flikkaði upp á myndina með sínum víðfrægu hæfileikum.

Annars er frá litlu að segja héðan. Ég er bara að klára vorprófin mín, speaking of which að þá þarf ég að fara að lesa Kjalnesingasögu upp á nýtt.

Ég er alveg að springa úr spenningi yfir því að vera búin í skólanum í næstu viku. Vá, alveg búin í grunnskólanum. Fjúff.

Hurðu ég er bara búin með allt sem ég þarf að segja í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Flott mynd, en mér leiðist samt alltaf dálítið hvítur texti á svörtum grunni.

Sæmundur Bjarnason, 26.5.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Það verður víst bara að hafa það, en ég þakka hrósin

Valgerður Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 21:17

3 identicon

þessi mynd minnir mig dálítið á maríu mey líkneski.. geðveikt töff.. :)

Stefanía (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

vááva váá ..

Viðar Freyr Guðmundsson, 27.5.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband