Tæknikjáninn ég.

Nú bið ég alla hjálpsama snillinga um ráð. Ég hef verið að reyna að setja inn nýja höfundarmynd sem ég tók hér um daginn og mín góða veninde Kristín var svo dugleg að flikka upp á hana í photoshop.

Svo bara næ ég ekki að setja hana inn. Hvort það er vesenið með tölvuna eða hvað, allavega get ég ekki bætt við mynd í albúmið mitt. Skil ekki af hverju.

Á eftir nóg pláss og allt. Mín ekki skilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

1) í hvaða formati er myndin? gæti komið upp vandamál ef myndin er í öðru formati en .jpg eða .gif .

2) Hvað er myndin stór? Það gæti þurft að resize-a hana ef hún er 'þung' (s.s. margir pixelar)

3) Ertu að reyna að setja myndina inn frá mbl-blogg albúminu á blogginu þínu eða er hún hýst annars staðar...?

Hefur alltaf virkað hjá mér að upload-a myndinni inn í albúmið á blogginu, svo þegar ég vil nota hana þá fer ég inn í albúmið, og vel myndina alveg þar til hún opnast í nýjum glugga. Þá er bara að kópera slóðina (úr Address-bar) og paste-a inn í þar sem þú breytir höfundarmyndinni (nota mynd - frá slóð). 

Ef þetta virkar ekki, þá er kannski bara spursmál að hafa samband við stjórnendur bloggsins, þeir ættu að geta aðstoðað þig betur við þetta 

kiza, 25.5.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Takk fyrir ráðið kannski að maður reyni eitthvað af þessu!

Valgerður Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband