Tímaspursmál...

Já það var bara tímaspursmál um það hvenær ég myndi skella inn einni svona kattamynd. Ég er alveg svaka mikil kattamanneskja, þannig að þegar ég sé einhverjar svona kisumyndir er ég alveg heilluð.

Svo bara gerðist það að ég fór að sjá alveg helling af kisumyndum á netinu, hvert sem ég fór. Þannig að ég stóðst ekki mátið þegar ég fór að skoða þetta nánar og ákvað að deila einni með áhugasömum.

Fannst þessi eiga alveg einkar vel við, þar sem við vorum að svæfa Hulduna áðan. Þar eru öll trikk notuð til að fresta óhjákvæmilega svefninum, jafnvel þó okkar manneskja sé að berjast við að halda augunum opnum. Gott að nefna það að allt sem er nefnt á myndinni er ég nokkuð viss um að hafi einhvern tíman verið reynt af Huldunni.

kitty

Hægt er að finna fleiri svona myndir hér:

http://icanhascheezburger.com/

 

PS. ég verð alveg ofboðslega ánægð þegar að Herra Púki finnur engar villur í málfari mínuSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

hehe ég bíð bara eftir að skottan mín fari að notta þessi trix

Dísa Dóra, 23.5.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband