Þriðjudagur, 20. maí 2008
Best og verst klæddu konur heimsins.
Nú gerist ég djörf og blogga um dálítið sem mér hefur legið á hjarta í þó nokkurn tíma.
Mjög líklega hafa allir landsmenn einhvern tíman tekið upp tímarit í sakleysi sínu og byrjað að blaða í gegnum það. Góð leið til að eyða tíma.
En svo rekst maður á þessar klassísku gagnrýningar á fötum kvenna. Hvort sem þetta eru meiriháttar stjörnur eða einhverjar kellur út í bæ. Það er sama, alltaf skal einhver þurfa að tjá skoðun sína á fatavali þeirra.
Ég held að mælirinn hjá mér hafi alveg farið yfir um þegar að ég las þetta í íslensku blaði um daginn um okkar þjóðþekktu konur landsins. Ég bara hreint og beint átta mig ekki á því hvernig einhver getur haft kjarkinn í það að rægja einhvern þegar við búum á eins litlu landi og við gerum.
Reyndar geri ég ráð fyrir því að sama þó við búum á litla Íslandi eða ef þetta eru stórstjörnurnar í The U.S. of A. að þá hlýtur þetta alltaf að vera jafn leiðinlegt að heyra þetta sagt um sig eða einhvern.
Svo eru þessar manneskjur komnar í sviðsljósið, ef það má kalla, vegna starfs síns og myndduglegheita. Búin að strita fyrir allt öðrum málstað en einhverjum tískubólum.
En nei einhverjum finnst nauðsynlegt að útnefna einhverja verst klæddu manneskjuna.
Eftir hverju er svo miðað þegar einhver fer að velja gæði fatavals. Allir virðast stíga feilspor ef þeir ganga í of mikið af merkjavöru en svo er næsti maður húðskammaður fyrir að vera í no-name fötum.
Svo fer maður að velt því fyrir sér, hvernig er svo fatasmekkur höfunda þessa pistla. Hefur einhver tekið þeirra fataskáp í gegn. Eru þeir skyndilega eitthvað sem allir eiga að þrá að vera.
Nú getur vel verið að ég sé bara að þvaðra eitthvað bull í bræði minni, en það fer í mínar fínustu taugar þegar einhver telur sig vera hæfan til að rægja ákvarðanir annarra um eitthvað eins ómerkilegt og föt.
Ég er sjálf kvenmaður, ef það hefur farið eitthvað fram hjá lesendum og vissulega er ekkert að því að klæða sig fínt og eftir sínum behage. En þegar einhver fer að dæma þínar ákvarðanir varðandi fataval og persónulegan stíl að þá alveg tjúllast ég.
Til hvers? Á það að vera til að láta almúganum líða betur um sjálfan sig. Ég held að fólk sé að gleyma því að þessar stjörnur og athafnafólk er líka mennskt.
Nú enda ég snögglega því ég er hætt að hugsa í samhengi og læt þennan reiðilestur duga.
Kem með smávegis viðeigandi tilvitnun úr myndlistaruppeldi mínu.
Verið var að dæma verk hjá listamönnum og þegar komið var að Dali sagði hann einfaldlega
,,Þið eruð ekki þess umkomin að dæma mig."
Eftir það tók hann verkin sín og fór.---------Að mínu mati er þetta eitthvað til að lifa lífinu eftir.
Athugasemdir
Alveg hjartanlega sammála þessu!
Ég hugsa of með mér: hversu bitur manneskja þarf maður að vera til að geta unnið við svona sorp blaðamennsku ?!
Eða: Er einhver virkilega svo grunnt þenkjandi að hann sækist í svona greinar, sem virðast bara ganga út á að gera lítið úr öðrum ?! Þetta er einskonar 'Egó rúnk' hjá viðkomandi blaðamönnum, gera lítið úr öðrum til að sýnast gáfaðir eða betri en annað fólk.
Annars, get ég til gamans sagt þér, að ég kannast við eina konu sem lennti á þessum lista, þ.e. 'verst klæddu konurnar' .. Hún sagðist hafa verið svaka ánægð með það ..henni fannst það bara merki um að hún væri með skapandi stíl.
Viðar Freyr Guðmundsson, 22.5.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.