Sunnudagur, 18. maí 2008
1 árs síða
Eða bara svona fyrir tveim vikum. Þann 4. maí átti ég eins árs bloggafmæli. Datt bara í hug að rita það niður því ég virðist vera með algjöra bloggstíflu. En svo ég fari nánar út í það að þegar þessi síða varð eins árs var ég búin að blogga 35 færslur. Ekki mikið afrek, en reyndar bara af því að megnið af tímanum sleppti ég að blogga í held ég rúmlega hálft ár.
Hmmm...hvað á maður svo að segja. Pabbi var að fá gítarinn sinn. Loksins, loksins. Búinn að bíða heil lengi eftir honum og þá eigum við víst í heildina hér á heimilinu 5 gítara og 1 bassa. Þeim ku fjölga í sumar því ég er víst að fara að fjárfesta í einu stykki þjóðlagagítar ef ég stend við mín loforð.
Set kannski inn myndir þegar ég nenni af öllum gíturum heimilisins.
Athugasemdir
Til hamingju með árið
Dísa Dóra, 18.5.2008 kl. 21:12
Nei veistu, ég er bara ekki búin að snerta gítar almennilega í held ég að verða ár...verð nú að fara að bæta úr því.
Valgerður Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.