Föstudagur, 16. maí 2008
Fátt í fréttum og marin og blá.
Ég hef frá litlu að segja, þannig að þetta verður bara svona athafnablogg. Segi frá athöfnum mínum seinustu daga. Er búin að vera mjög ánægð með veðrið upp á síðkastið og við vinirnir höfum verið mjög dugleg að fara út að hreyfa okkur í skólanum og á kvöldin.
Reyndar fór ég í fótbolta í miðvikudaginn síðastliðinn sem er ekki frásögu færandi fyrir utan það að ég var svo sniðug að fara í pilsi í skólann sem var ekki beint hentugt. En svo var það líka að við vorum held ég 6 stelpur á móti 3 stórum náungum.
Þeir sem til mín þekkja vita að ég og vinkonur mínar erum ekki stórvaxnar. Þannig að þegar að við ætluðum bara að hjóla í þá og fjandinn hafi það ná boltanum að þá var okkur bara skutlaði í burtu. Ég er ekkert að grínast....OKKUR VAR HENT NOKKRA METRA Í BURT.
Bara með smá ýti vorum við senda fljúgandi. Maður er dálítið marinn og blár eftir þetta en vá hvað það er gaman Náði meira að segja að skora nokkur mörk.
En meginmálið er að það er ekki sniðugt að fara í fótbolta með risavöxnum náungum ef þú vilt komast heil/l á húfi út úr leiknum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.