Fimmtudagur, 15. maí 2008
Smákökur segir þú?
Jæja blogga hér smá til að gefa Þórhildi frænku mjög svo fallegar gagnvirkar smákökur af því ég er ekki það dugmikil að nenna að baka og senda þær til Berlínar
Annars verð ég alltaf jafn hissa þegar fólk kannast ekkert við lagið sem að ég nefndi í síðustu færslunni. Jólalag sem við vorum alltaf með á plötu og seinna meir á CD.
Hvað platan heitir nákvæmlega er ég ekki viss um en allavega var að Ómar Ragnarsson í gervi Gáttaþefs jólasveins ásamt einhverjum barnakór sem var að syngja hin ýmsu jólalög.
Þannig að þetta er vinsæl setning á heimilinu þegar að fólki leiðist og hefur gjörsamlega ekkert að gera eða segja: "Segðu mér eitthvað sniðugt...og syngd' eitthvert lag. Gerðu það gerðu það."
Oftast lætur maður fyrsta hlutann duga en stundum grípur sönggleðin mann svo algjörlega
Ég bara átta mig ekki á því að enginn kannist við þetta. Ég er hreint og beint eins og geimvera frá Mars þegar að ég er stundum á meðal vinkvenna minna, en það verður bara að hafa það því þær eru ekkert skárri
Þetta er gjörsamlega tilgangslaus og ótrúlega löng færsla miðað við skort á efni sem hún kemur til skila, þannig að ég er bara að spá í því að hætta í bili.
P.S. er búin að finna prjónadótið mitt og er á seinustu metrunum (meira eins og sentímetrum)
Skelli kannski inn mynd þegar ég er búin með töskuna og búin að þæfa hana.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.