Þriðjudagur, 13. maí 2008
Segðu mér eitthvað sniðugt...
...og syngd' eitthvert lag. Gerðu það, gerðu það. Smákökur handa öllum þeim sem kannast við þetta og commenta.
Ég er gjörsamlega að farast úr leiðindum. Búin að lesa upp yfir haus. Kláraði undirbúining fyrir vorpróf og búin meira að segja að taka nokkru sinnum til. Gera við föt, klippa klærnar á kettinum, skipta um í kassanum hjá honum.
Heimsótti mömmu í vinnunni í dag og hrelldi hana þar (bara djók). Svo fórum við og sóttum Hulduna og skunduðum heim. Fékk ég ekki einhvern undarlegasta hausverk sem ég hef á ævinni kynnst. Ekki verkur, frekar einhver svona doði eða seiðingur sem gerði mig hálf sljóa og viðbragðsseina. Í lagi með mig nú eftir verkjatöflu og pínu lúr.
Í öðrum fréttum er alltaf að bætast við orðaforðann hjá litlu dömunni. Til dæmis var mér tilkynnt síðast liðinn mánudag að ég væri...and I quote:,, Skrítið spagettí."
Fólk engdist um af hlátri og Huldan væntanlega mjög hróðug. Ég sver hún verður líklegast uppistandari þegar hún verður eldri, í það minnsta alltaf fyndnasta stelpan í herberginu.
Þá er ég búin með umtalsefni og tilbúin að senda stafræna smáköku til þeirra sem fatta titilinn og fyrstu setninguna.
Athugasemdir
Adfangadagur jola er einmitt i dag; Omar Ragnarsson. Rukka smakokuna thegar eg kem heim :-) Kvedja fra Berlin
Thorhildur (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.