Ólýsanleg, yndisleg og hræðileg tilfinning.

Ég held að orð geti ekki lýst því hvernig mér líður um þessar mundir. Eða þá að ég hreinlega finn ekki orð til að lýsa því. Það er eins og ég sé búin að vera í öðrum heimi síðastliðna 3 daga frá því að ég lauk við seinasta samræmda prófið mitt. Ekki skrítið miðað við það að okkur var hreint og beint fleygt upp í rútu og út í sveit mjög svo stuttu eftir að við komum út úr prófinu.

Ég viðurkenni það fúslega að um leið og ég kom út úr stærðfræðiprófinu, sem nota bene, ég er búin að kvíða hvað mest fyrir, fékk ég spennufall sem greip mig svo gríðarlegu heljartaki að ég gat ekki haldið tárunum frá augunum.

Er reyndar ekki að tala um neitt flóð og hysteriu heldur var þetta svo undarleg blanda á milli hræðslu og ólýsanlegum létti sem fór yfir mann.

Próf sem hafa bókstaflega beðið eftir manni í gegnum þessi tíu ár af grunnmenntun hérlendis. Loksins eru þau búin.

Með móður mína sem vitni að þá er ég búin að vera ekki beint eirðalaus frá því að ég kom heim heldur hálfpartinn ekki vitað almennilega hvað ég skal gera af mér. Þannig að ég er búin að ganga um allt húsið í bæði miklum hugleiðingum og ekki með hugsun í kollinum.

Ætli maður geti ekki alltaf fundið sér eitthvað til að hafa ofan af fyrir sér, held að ég þurfi meira að segja að fara að gera við nokkrar flíkur og sauma gluggatjöldin mín. Mjög svo líklegt að ég fari að henda mér í það núna. Kaldhæðnin í hámarki fyrir þá sem ekki tóku eftir því.

Engin hugsun eftir núna, kveð í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Valgerður er fullfær um að gera  við fötin sín og það gengur sennilega hraðar en að ég taki það að mér.  Hún er búin að gera við viðkomandi föt en ég reikna með að ég verði verkstjóri við gardínugerðina.  En hún er afar leikin í höndunum stelpan!

Þórdís Guðmundsdóttir, 11.5.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband