Hóst, sniff, attsjú og djö***s höfuðverkur.

Þar með er líðan minni lýst í einni setningu. Gleymdi reyndar stressinu sem fylgir þessum bévítans prófum. Reyndar það alfyndnasta varðandi þetta er það að allir eru pestargemlingar um þessar mundir. Það lá við að allir héldu niðrí sér andanum þegar íslensku stafsetningin var í gangi og um leið og því lauk komu þessi vænu hóstaköst hjá hálfum bekknum að það hálfa hefði verið hellingur.

Svo skal ég varla minnast á það að í gær í náttúrufræðinni var þetta eins og einhver twisted ópera þar sem að hver hóstaði í kapp við annan. Gaman að því!Devil

En já þeir sem til mín þekkja vita að ég er búin að vera svona níðingslega hálf lasin í meira en mánuð. En núna þegar ég er í prófum, þegar að stressið og svefnleysið er alveg að fara með mann að þá versnar í pestinni.

Stúlkan bara komin með hita, getur varla talað fyrr en um hádegisbilið og er alveg til í að hósta út úr sé lungunum og snýta úr sér heilanum.

En maður heldur þá ævinlega í vonina um að þetta sé að fara að klárast. Þakka snilld mannkynsins á hverjum degi fyrir tilvist verkjataflna, hóstasafts og hálsbrjóstsykra.

Áttaði mig reyndar ekki á því fyrr en áðan, eftir að vera búin að vera svo ólýsanlega sljó í dag eða tvö að það var hóstamixtúran sem ég er nýfarin að taka sem er með þann skemmtilega aukaverkan að maður verður "rólegur". My ass...það er varla að ég fúnktíoneri klukkutímann eftir að ég tek þennan andskota inn, en í það minnsta skárra en að geta ekki kyngt án þess að kveinka sér.

Nóg komið af röfli. I'm off, próflesturinn kallar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera búin í prófunum og vera búin í grunnskólanum.

Hulda Katrín (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband