Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Niðurníðslur
Glöggir hafa hugsanlega tekið eftir því að samræmdu prófin eru eins og sagt er upp á enskuna "in full swing". Ekki frásögu færandi fyrir utan það að all flestir koma nærri því niðurbrotnir út úr kennslustofunum. Meiriháttar spennuföll í svona miklu magni hefur maður varla heyrt af.
Út af fyrir sig er þetta náttúrulega mælieining á grunnmenntuninni sem fer fram hérlendis. En þessi próf hafa verið svo mögnuð upp öll unglingsárin að fólkið í kring um mann er hreinlega að fara á taugum.
Segjum að einhverjum finnist sér ganga eitthvað brösuglega á einhverju prófinu. Sá/sú hin/n sami/a sér hreinlega öll framtíðarplön sín molna niður fyrir framan augum sér.
Þetta er ekki beint raunhæft að þetta sé gjörsamlega heimsendir fyrir þann einstakling en þetta er augljóslega ekki beint skemmtilegasta lífsreynslan.
Ég man nú eftir hryggðarsjón fyrir tæplega ári í mínum skóla þar sem ég sá í alvöru ungt fólk há grátandi á göngum skólans eftir að hafa fengið einkunnir sínar. Fleiri en einn og fleiri en tvo get ég sagt ykkur.
Hvaða svaka sport er það að láta meirihluta ungmenna Íslands ganga í gegnum þetta.
Ég get ekki komið með neina fullkomna lausn á þessu máli og ég er í raun ekkert fjúkandi reið, kvartsár manneskja. En mér finnst þetta nú liggja fyrir augum uppi að þetta er ekki í lagi.
Já ég hef heyrt af því að búið sé að fækka prófunum um helming. En jafnvel þó svo sé að þá fannst mér dálítið nauðsynlegt að koma fram þessu áliti mínu og upplifun, þar sem ég er nú að fara í gegnum þessi próf "as we speak".
Athugasemdir
Ég man eftir svipuðu atviki eftir vetraprófin í 10.bekk. Umsjónarkennarinn minn sagði mér að það væru litlar líkur á því að ég myndi fara í framhaldsskóla þar sem vetra einkunnirnar mínar væru svo lágar. Við skulum bara segja að ég féll saman.
Þegar við fengum niðurstöðurnar úr samræmdu prófunum, þá sagði hún að ég ætti ekki skilið einkunnina sem ég fékk í dönsku, þar sem prófið var svo auðvelt. Ég náði öllum prófum nema einu (í stærðfræði) og fór í framhaldsskóla, þar sem einkunnirnar mínar hækkuðu með hverri önn og ég komst að því að ég væri ekki eins heimsk og ég hélt.
Ég þurfti þó að endurtaka stundum áfanga en ég hélt áfram þar til ég náði því. Ég endaði með viðurkenningu í Ensku og með góðar einkunnir í flest öllum tungumálum þegar ég útskrifaðist.
Þessi próf eru ekki eina mælistikan á námshæfileika eða gáfur. Þó svo að fólk fái lélegar einkunnir, þá eru möguleikar fyrir námi á Íslandi óendanlegir....og það er aldrei !!! of seint að fara í skóla, þegar maður er loks tilbúin.
Gangi þér rosalega vel ! Og ef þér vantar aðstoð í ensku, þá sendir þú bara línu !! :
Margrét Þórðardóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.