Sunnudagur, 27. apríl 2008
Systradeilur
Það er alveg með ólíkindum hvað það virðist vera inngróið í eðli mannsins að samkeppni myndist milli systkina. Jafnvel hjá mér og Huldunni þó að 11 ár séu á milli okkar. Undanfarið hefur það reyndar komið í ljós að ég er greinilega of góð systir. Litli hrappurinn er farinn að reyna að setja fyrir mig gildrur.
Sem dæmi er ítrekað reynt að planta hjá mér Honey nut seríósi (aðalfæða dömunnar) og barbídúkku (sem nóta bene ég átti þegar ég var lítil. Önnur saga).
Svo fer hún í burtu í smá stund og kemur svo aftur alveg öskuill en samt með dálitlar efasemdir því hún veit að ég gerði þetta ei.
Í það minnsta þá segir hún alltaf hátt og snjallt.
,,Valgerður vondur. Hún taka barbí/hunang (seríos). Hulda Á(eignarfornafn)!!!"
Allir fara bara að skellihlæja yfir uppátektarsemi dömunnar og ég er ekki frá því að það leynist bros á vörum Huldunnar.
Svona er nú það. Systkinasamkeppni verður alltaf til þó að aðeins einn aðilinn sé til í að skapa hana.
Nú er best að fara að læra íslenskuna vegna prófunum sem eru framundan.
Athugasemdir
Gangi þér rosalega vel í samræmdu prófunum næstu daga! Vertu ekki smeik að níðast á Stefaníu um að hjálpa þér!
Hulda Katrín (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.