Pössunarsagan

Blogga hér í annað  skiptið í dag. Gæti hugsast að ég nenni ekki að læra. Bara hugsanlega. Nei, nei ég ákvað bara að skella inn nokkrum myndum sem hafa verið teknar síðast liðna viku þegar Ítalíufararnir voru jú í Ítalíu. Góðar frænkur tóku að sér Mary Poppins hlutverkið og leikið var á alls oddi þegar á því stóð. Koma svo myndirnar...

008

Fyrsta daginn var augljóslega brugðið á leik og litla leikaradaman var í essinu sínu. Þeir sem ekki þekkja til Huldunnar ættu að vita að barnið gerir flest allt til að fá fólk til að hlægja, algjör performer. Ég sem hélt að ég ætlaði í leiklistinaWink

010

Mikið fútt þegar að kattarkvikindið vogaði sér upp í prinsessubólið. Fyrst var hann nú kominn undir sængina en var fljótt rekinn þaðan þegar að litla daman komst að því. Hann fékk nú aðeins að kynna sér forboðnu hýbílin.

014

Huldan fékk að spóka sig úti á svölunum hér áðan. Fyrsta vers var að fara í nýju skóna og flísara. Svo tóku skýin upp á því að fara eitthvað að voluskjóðast. Stóra systir bjargaði deginum þegar hún kom með eldgamla Tweedy regnhlíf frá því hún var lítil skotta. Algjör hittari.

016

Kattarfíflið skíthrætt við lætin í stelpuskottunni.

017

Og síðast en ekki síst...hinn mikli Guðbrandur Erlingur. Ég skil hann vel. Ég væri líka alveg svakalega þreytt eftir viku af dekstri. Kötturinn þarf ekki að hreyfa sig. Það kemur bara alltaf einhver til hans og fer að strjúka honum. Og ég hans ástkæra fóstra er nú í agahlutverkinu. Búin að gefa honum dágóðan skammt af hrekkjum og stríðni (mætti halda að ég væri skyld frændum mínum) bara svona til að halda honum við efnið.

Ég sver. Hann hefur örugglega fitnað á þessari einu viku. Held að honum hafi tekist oftar en einu sinni að plata út úr Helgu tvöfaldan skammt af mat. Helvíti góður í að þykjast vera alveg hungurmorða þegar hann er nýbúinn að éta. Og ég segi aftur, ég hélt að það væri ég sem væri á leiðinni í leiklistina.

Jiminn eini, best að fara að lesa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Gleðilegt sumar

Dísa Dóra, 24.4.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband