"Mamma...komdu!"

Fór nú allt fúttið úr niðurtalningunni þegar að ég missti tölunaLoL. Nei, nei fínar fréttir héðan. Ítalíufararnir koma heim í dag, eða öllu heldur nótt. Þannig það verður glatt á hjalla í fyrramálið þegar að litla daman hún Hulda Ólafía áttar sig á því að mamma og pabbi eru komin.

Foreldrarnir hafa nú verið duglegir að hringja og stóru systur (mér) finnst voða gott að heyra fréttir og segja. En alltaf þegar að Huldunni er réttur síminn er fátt sagt. Ég skal gefa hér dæmi um símtal milli mömmu og Huldu.

Hulda: Halló, hver er þetta?

Mamma: Þetta er mamma.

Hulda: Mamma, komdu.

Mamma: Ég kem bráðum, elska þig. Bless.

Hulda: Bless mamma.

 

Þar með er síminn réttur eitthvað áfram. Þetta er nú samt gífurlegur munur frá því seinast þegar að foreldrarnir fóru e-ð til útlandanna, að mig minnir fyrir 3 árum. Þá var Litla daman 2 ára. og eitthvað var orðaforðinn minni.

Það var af og til að maður heyrði smávegis píp í henni. Eins og spurning kom "Mamma og pabbi?" Svo þegar henni var svarað að þá var það útrætt.

En hamingjan leyndi sér ekki þegar að hjónin komu heim. Lá við að hægt væri að hamingjan væri áþreifanleg.

Að öðrum efnum að þá  var gærdagurinn fínn. Reyndar var Huldan eitthvað pirruð allan daginn, gæti verið að henni finnist foreldrarnir eitthvað of lengi í burtu. Í það minnsta var hún alveg til í að garga á eldri Hulduna (frænku) þegar henni mislíkaði eitthvað. Sem er frekar undarlegt því ef Huldan er í margmenni að þá mætti í raun líkja henni við lítinn engil sem er hvers manns hugljúfi.

Bara slæmur dagur hjá kellunni. Frá höfundi er fátt að segja fyrir utan að ég held að ég sé að því komin að hósta út út mér lungunum. Fjandans hálsbólga og kvef sem er búin að vera gestur hjá mér í meira en mánuð. Einhver ráð?

Jæja, þá verð ég víst að fara að gera eitthvað uppbyggjandi og sniðugt. Sit bara hér í eldhúsinu og leyfi Glen Miller að spila fyrir mig. Einhver söngvarinn segir stúlkunum að sitja ei undir eplatrénu með neinum öðrum en honum fyrr en hann marserar heim. Sætt.

Gleðilegt Sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Prófa það

Valgerður Sigurðardóttir, 24.4.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband