Litli naglinn og dagur 4. Punktur.

Blogga nú í annað skipti í dag, nú á léttari nótum fyrir Ítalíufarana. Litla daman var sem sagt vakin klukkan 9 í morgun þannig að breski tíminn virðist halda sér vel. Svo var daman drifin í bíó á Dr. Seuss myndina Horton hears a who sem fjölskyldan hefur nú séð í sinni upprunalegu mynd, en hún fylgdi með á dvd disknum The grinch who stole christmas. Skemmtileg ef ég man rétt.

Svo þegar Huldurnar komu tilkynnti eldir Huldan hvað hefði skeð í bíóinu. Þær komu víst að einhverjum ungum drengjum sem gerðu ekkert annað sér til skemmtunar en að henda poppi út um allt. Sú stutta var ekki sein að ávíta þá og sagði víst ákveðin. "Strákar! það er bannað að henda poppi." Svo endurtók hún sig til að ítreka alvarleika málsins.

Ekkert smá flott hjá henni hvað orðin hlaðast inn.

Svo var að reyndar rétt í þessu að hún var eitthvað að skottast um að hún gjörsamlega hrundi í gólfið. Svaka bylta. Ekkert sá sem betur fer á henni en þetta var samt vont.

Litli naglinn grét sko ekki. Það mátti jú aðeins knúsa hana Huldu Kötu sína en svo var það búið og öllum sagt ákveðið að "Fara burt".

Jafnvel þegar manni er skipað að gjöra svo vel að hunskast í burt er maður himinlifandi af hamingju.

Nú er bara kvöldmatur rétt að verða tilbúinn. Frænkurnar eru allar hér með tölu. Og matur er framreiddur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Saelar og blessadar og vid sendum kvedjur fra Florens.  Thad er ekkert sma sem gengur a herna og greinilegt ad buid er ad setja Gudbrand undir heraga.  Herna er afar fallegt, vid bordudum pizzu i gaer og stondum gapandi yfir meistaraverkunum sem eru a hverju gotuhorni.  Hotelfolkid er ad athuga hvort thad fai tima fyrir okkur a Uffizi safninu sem getur vist verid erfitt.  En maturinn herna er dyrlegur, Italir ljufir og chianti vinin god.  Bidjum ad heilsa litla naglanum og ykkur ollum og klappid kisu fra mer.

Gudmundsdottir hjonin!

Þórdís Guðmundsdóttir, 21.4.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband