Dagur eitt. Punktur.

Kæri jóli...nei ég segi bara svona. Þá er það fyrsti dagur þar sem foreldrarnir eru fjarverandi. Ég og litla daman erum reyndar í góðum höndum frænkna sem taka að sér Mary Poppins hlutverkið. En ég er hér bæði sjálfskipuð og með beiðni frá æðra valdinu um að blogga um gjörsamlega hverja sekúndu á meðan að á Ítalíuferðinni stendur. Þannig að ég verð bara að gjöra svo vel og standa við mitt.

Dagurinn minn byrjaði allavega um það bil klukkan fjögur um nóttina þegar að ma og pa voru á svo miklum hlaupum um húsið, að kapparnir í Formúlunni væru hræddir um tímann sinn. Reyndar ýki ég dálítið en þetta er nú svona á flestum heimilum áður en haldið er á flugvöllinn.

Semsagt fengust þau loks til að setjast niður og drekka með mér kaffi og hakka í sig brauðsneið á meðan beðið var eftir þriðja ferðafélaganum. Eftir að þau skutust út mundi ég, þegar ég var nota bene lögst við hliðina á litlu steinsofandi dömunni, eftir dálitlu mikilvægu sem ég hafði gleymt. Þannig að ég hringdi í dauðans ofboði svo ég næði fólkinu áður en innritunin í flugið hæfist.

Ég held bara að ég hefði ekki haldið lífi hefði ég gleymt að biðja þau um að passa sig vel. Svona getur þessi fjölskylda verið hjátrúarfull. Skelfilegir hlutir gætu gerst, ég er að segja þaðSmile

Ósköp  get ég verið langorð, því er ekki viðbjargandi.

Hulda Kata a.k.a. Mary Poppins, bankaði upp á um átta leytið þegar ég lá enn í móki. Þegar ég var að gera mig til vakti hún litlu dömuna sem byrjaði á því að hlaupa út að glugganum til að athuga að bílinn væri farinn. Viti menn, hana var ekki að dreyma um allt þetta flugvélatal. Foreldrarnir farnir í bili. Hún tók þessu nú þokkalega því ein skemmtilegasta frænkan var komin til bjargar. Þannig að allt var í góðum gír á meðan fólk klæddist og borðaði morgunmat.

Þegar komið var á leikskólann kom upp smá vesen. Flíshúfan hafði gleymst og æ hvað sorgin var mikil. Slíkt hefur gerst áður en ekki með þessum viðbrögðum. Grunar mig þá að eitthvað af shjokkinu hafi verið að skila sér. Að mamma og pabbi eru í útlöndum. En mín manneskja er of svöl til að játa hvað henni finnst. Því hef ég kynnst áður. Svaka nagli sem fer helst ekki að gráta nema ef eitthvað mikið hafi gerst, harkar bara af sér.

En allavega var smávegis grátur. Gott að hafa stóru systur til að halda í sig. Svo var hún flutt volandi til Kristjönu sem er með hana á leikskólanum. Gott að eiga góða að.

Þá held ég að þetta sé orðin lengsta bloggfærsla til þessa og ætla ég bara að slutta þessu því kellingin er komin með eldri Huldunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Sma kvedja fra Como.  Buin a syningarrolti og erum ad planleggja ferd upp a fjall med klaf, ef vid vitum hvada veitingastad vid erum ad fara a.  A morgun verdur vaknad snemma, farid af hotelinu um sexleytid, lestin til Milano og svo maett bright and early ad skoda Leonardo.  Svo fer Mummi til Prag og vid til Florens.  Kvedja, Italiufararnir!

Þórdís Guðmundsdóttir, 19.4.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband