Bónusgrísa veiðarinn mikli!

Jæja, ég er víst orðin strand  við tölvuna í kvöld. Var eitthvað að ærslast með litlu dömunni, þegar að mér tókst að gera einhvern fjárann við bilaða hnéð mitt. Þeir sem til mín þekkja vita hvað skeði fyrir rúmu ári, en þrátt fyrir mikla sjúkraþjálfun þá þarf víst meira til.

En nóg um það. Ég er víst orðin eitthvað myndaóð frá því að ég loksins fann hleðslutækið og snúrurnar fyrir mína fögru Canon myndavél. Þeir sem eru svo góðir að nenna að lesa röflið og kjánalætin í mér eiga því von á mörgum myndum, misgóðum og nytsamlegum en ávallt skemmtilegum.

Aftur að viðfangsefninu. Eins og flestir eflaust gera erum við orðin dugleg við að ljúka vikuinnkaupunum á einhverjum degi vikunnar. Eftir að heim var komið með fulla pokana, var úr þeim tekið og hafði kötturinn eitthvað verið að sniglast í kringum þær athafnir.

Loks þegar þeir voru tómir fékk hann frelsi til að gera það sem honum hentaði við þá. Ýmist reyndi hann að hreiðra um sig í þeim eða að veiða fagra grísinn sem á þeim voru. Það gekk nú misvel en ég og mamma náðum afskaplega góðum myndum af leikunum.

045

Greyinu tókst að draga með sér pokann í doldinn tíma á skottinu

048

"Ég ætla sko að ná þessum Bónusgrís"

049

"Thank you...thank you very much"

Það þarf varla að nefna það að grísnum var náð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  þessi köttur er soddans rugludallur.. hehehe...

Stefanía (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband