Mánudagur, 7. apríl 2008
Dugmikil og pakksödd
Þetta kalla ég dugnað. Tvær færslur á einum degi. Áttaði mig reyndar bara á því áðan að ég gleymdi að segja frá öllum deginum, nefndi bara kjánalæti gærkvöldsins. Svo hreinlega varð ég að henda inn nokkrum myndum sem að litla daman heimtaði að yrðu teknar þegar hún var búin að draga myndavélina mína úr töskunni minni.
Það skal nefnast að stóra systirin er ekkert sérlega vel til höfð.
Dagurinn byrjar á óhefðbundnum skóladegi vegna Pisa-könnunnar. Þeir fáu sem tóku þátt voru svo útúrtroðnir af mat að það hálfa hefði verið helling. Eftir fyrri hlutann voru nefnilega bakkar af Subway bátum. Hópurinn var orðinn assgoti svangur eftir að hafa hangið þarna án matarpásu í of langan tíma (að flestra mati) svo að mikið var hámað af bátunum.
Svo var stúlkan valin í eitthvað úrtak til að taka tölvukönnun. Þeir heppnu fengu pizzu bara svona klukkutíma eftir Subway máltíðinni.
Stór plús við daginn var að þemadagar eru í skólanum vegna árshátíðar á miðvikudaginn. Í dag var semsagt náttfatadagur og ég, Náttfataskrímslið Mikla, (ég elska náttbuxur) lét ekki segja sér það tvisvar og mætti í bestu buxum sem til eru.
Ef ég væri örlítið öðruvísi en ég er, að þá myndi ég ekki hika við það að vera í náttfötunum daginn út og daginn inn, nema þá myndi það kannski draga svoldið úr dekrinu að geta hent sér í kósýfötin um leið og komið er inn í hús.
Held að ég sé búin að blogga alveg nóg í dag.
Athugasemdir
Þið eruð nú rosalega krúttlegar saman tvær:)
Kveðja,
Gamla frænka
Garún (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 22:30
Flottastar!
Auður enn eldri frænka (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.