Laugardagur, 5. apríl 2008
Leigumyndir
Ný komin heim úr bíóferð sem maður svona hálfpartinn sér eftir því að hafa eytt 900 kalli í. Ekki það að myndin hafi verið hreint út skelfileg, langt í frá var hún bara nokkuð góð.
En kannast ekki flestir við það að skella sér nokkuð skyndilega í bíó með vinahóp, koma síðan út og hugsa að þetta er mynd sem er leigumynd. Þar sem betra er að bíða bara, finna sér mökk af óhollustu til að narta í og horfa á mynd í kósýleg heitum.
Myndir sem maður ætti að fara á í bíó eru svona almennilegar alvöru myndir, þar sem maður sér ekki endalokin þegar 5 mínútur eru búnar af myndinnni. Eitthvað sem maður er ánægður með að hafa séð í svona alvöru bíó fíling.
Nú er stúlkan (höfundur) alveg orðin rugluð og ætlar að gera eitthvað sem þreyttri manneskju sæmir...sofa
Athugasemdir
Hæ
Hvaða mynd var þetta svo að ég geti forðast hana?
Kveðja,
Guðrún Björk
Garún (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 15:31
Fool's gold. Fín en eins og ég segi, leigumynd.
Valgerður Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.