Leigumyndir

Ný komin heim úr bíóferð sem maður svona hálfpartinn sér eftir því að hafa eytt 900 kalli í. Ekki það að myndin hafi verið hreint út skelfileg, langt í frá var hún bara nokkuð góð.

En kannast ekki flestir við það að skella sér nokkuð skyndilega í bíó með vinahóp, koma síðan út og hugsa að þetta er mynd sem er leigumynd. Þar sem betra er að bíða bara, finna sér mökk af óhollustu til að narta í og horfa á mynd í kósýleg heitum.

Myndir sem maður ætti að fara á í bíó eru svona almennilegar alvöru myndir, þar sem maður sér ekki endalokin þegar 5 mínútur eru búnar af myndinnni. Eitthvað sem maður er ánægður með að hafa séð í svona alvöru bíó fíling.

Nú er stúlkan (höfundur) alveg orðin rugluð og ætlar að gera eitthvað sem þreyttri manneskju sæmir...sofaSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða mynd var þetta svo að ég geti forðast hana?

Kveðja,

Guðrún Björk

Garún (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Fool's gold. Fín en eins og ég segi, leigumynd.

Valgerður Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband