Súkkulaðiþörfin segir til sín

Sit ég hér við fartölvuna á heimilinu með væna sneið af afmæliskökunni minni frá því um daginn. Fékk víst eitthvað lítið af þeirri fyrr en nú. En nú þegar að páskadagur nálgast segir víst þessi indæla súkkulaðiþörf til sín.

Sérstakt miðað við það að ég er ekki beint mikil súkkulaði manneskja. En þegar þessi tími kemur, sprettur upp þessi gríðarlega löngun í súkkulaði páskaegg. Svo gjörsamlega étur maður á sig gat og getur ekki hugsað sér að bragða á slíku nokkurn tíman aftur....eða svona þar til á næsta áriWink

Maður bara borðar nógu mikið þegar maður hefur afsökun til og skellir sér síðan á æfingaplan til að bæta fyrir syndir sínar.

Datt í hug að nefna það vegna þessa mikla súkkulaði-bloggs, að áhugasamir ættu að kíkja á myndina Chocolat með Juliette Binoche og Johnny Depp ásamt bunka af gæðaleikurum. Skemmtileg mynd með svo fallegu og girnilegu súkkuðlaði að maður fær vatn í munninn.

Nauðsynlegt til að horfa á þessa mynd er að hafa súkkulaði í grendinni.

Nú þegar þessi færsla er að klárast er ég komin með algjörlega nóg af kökunni minn, gæti ekki hugsað mér að borða meir...þangað til á sunnudaginnSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband