Föstudagur, 21. mars 2008
Nístingskuldi
Eina sem mér dettur í hug að tjá mig um. Það og ég var að horfa á Wickerman en tökum hlutina í réttri röð.
Þurfti að fara út í dag í þennan svona svakalega kulda. Ekki bætti það upp á að það var vindur. Varð að gera mér ferð í Símann til að fjárfesta í einu stykki hleðslutæki. Og fyrir táningsstúlku sem er bara rétt svo að byrja að keyra að þá er strætó eini ferðakosturinn. En göngurnar sem þurfa að eiga sér stað voru mér svo sannarlega ekki að skapi.
En að skemmtilegri umræðuefnum að þá var ég að klára að horfa á Wickerman með fjölskyldunni. Reyndar skulum við leiðrétta það, ég og pa vorum að horfa á meðan ma var dottandi í sófanum. Kostir og gallar á því að eiga svona þægilega sófa
En aftur að myndinni, þá var hún vissulega mjög góð. En eins og er með flestar myndir eru þær börn síns tíma og hér var engin undantekning. Eins og foreldrarnir höfðu orð á hlutu fyrri áhorfendur að hafa verið mjög þolinmóðir því mikið var um löng skot sem komu litlu til skila og hægum byrjunum á sögunni. Einnig sást talvert af því að þetta var tímabilið þar sem framleiðendur voru að sýna hvað þeir gætu loksins, því ekki var skortur á berstrípuðum kellingum sprangandi um í náttúrunni.
En engu að síður góð mynd.
Nú hef ég frá fáu fleiru að segja nema að bjóða góða nótt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.