Sunnudagur, 8. júlí 2007
Letibykkjan mætt
Jæja þá ætla ég "letinginn" að fara að hundskast til þess að skrifa færslu. Ég er víst fremur uppiskroppa með einhverjar heimspekilegar umræður þannig að ég verð bara að láta nægja mínar lífsfréttir.
Búin að vera alveg á 115 síðustu daga. Við í götuleikhúsinu fengum það hlutverk að vera skemmtilið á Landsmóti Umfí. Eftirtektasamir hafa kannski tekið eftir okkur á forsíðu fréttablaðsins fyrir tveim dögum að ég held og í miðju moggans í dag. Við vorum þarna furðufólki í ofstóru grænu göllunum, flestir á svipin eins og krútt eða hálfvitar.
Nei nei þetta var ekkert smá skemmtilegt, ég fékk meira að segja að skjóta úr startbyssu í atriðinu okkar. Ekkert smá mikið stuð
Svo fara dagarnir víst að verða eitthvað rólegri úr þessu, meirihlutinn af liðinu er búinn að vinna svo mikið að Kópavogsbær segir bara hér og ekki lengra. Þannig eru mál að vexti að við erum bara með ákveðið marga launaða klukkutíma og erum búin með meirihlutann af þeim, svo að við verðum eitthvað að slæpast aðeins meira ef við ætlum að ná að vinna til 26. júlí.
Mín skellti sér nú bara í atvinnuviðtal á föstudaginn, og er að fara í prufu á morgun, ótrúlegt hvað maður finnur sér að gera. Ef allt gengur vel þá verð ég orðin Bakarýs dama innan skamms. Sjáum hvað gerist.
Í bili hef ég fátt annað að segja en að biðja ykkur um að hafa gaman í sumar, ég mun að minnsta kosti gera það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.