Sunnudagur, 24. júní 2007
17. júní kominn og farinn
Það er svo sannarlega búið að vera mikið að gera síðustu vikuna. Frá mánudegi til föstudags var ég í vinnunni alveg á fullu að gera tilbúið fyrir 17. júní. Leikritið var æft svo oft að ég geri ekki einu sinni tilraun til að telja hve oft. Svo voru búningar saumaðir, hárkollur gerðar og mér tókst það mikla verk að búa til hest til að Gísli gæti komið sér svo sannarlega vel inní hlutverkið sitt.
Á föstudagskvöldi var tekið til og svo litu Ýr og Kristín við til að glápa á imbann. Mín ma og pa skruppu í eitthvert afmælisboð svo að ég og Hulda skelltum okkur bara í háttinn eftir að stelpurnar fóru. Svo kom laugardagurinn með enn meiri heljarinnar tiltekt og hádegisverð með stórfjölskyldunni. Eftir það fóru ég og pabbi í vinnuna að gera einhver hervirki. Vann alveg eins og api á amfetamíni og var að drepast úr þreytu eftir daginn og vikuna. Snemma í háttin fyrir næsta dag.
Loks rann 17. júní upp og ég vaknaði klukkan átta til að mæta í Götuleikhúsið kl. 9. Eftir að allir voru komnir í búninga og málaðir var haldið í skrúðgönguna til að kynna sýninguna. Allt gekk vel og allir voru að drepast úr hita.
Vikan sem er nærri liðin hefur verið nokkuð róleg og nú sit ég bara við tölvuna eitthvað að vesenast í tónlistinni sem ég hlusta á.
kærar letikveðjur frá Valgerði
Athugasemdir
Æjæj elskan mín bara komin viku eftirá? Nei taktu því bara rólega. Flott blogg skemmtu þér í vinnuni..........Brúðubíllinn er að koma til mín
Ýr, 24.6.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.