Miðvikudagur, 9. maí 2007
Sprikl frekar en hugsun
Viðvörun! Mikið af rausi.
Hvernig má það vera að íþróttir fá alltaf miklu meiri umfjöllun en eitthvað eins og vísindi dagsins. Ég er að segja að Skólahreysti þar sem maður fylgist með fólki sprikla fær heila þáttaröð. Ég er ekki að segja neitt gegn heilusamlegri hreyfingu, ég var hlaupandi um eins og brjálæðingur fyrir jól áður en ég slasaðist. En maður fylgist með krökkum vera að bisa við armbeygjur og upphýfingar á meðan varla er eytt 20 orðum í leikfimi hugans.
Nú varð lið Lindaskóla Íslandsmeistarar í Skólahreysti, eins og skólinn minn var í fyrra. Liðið sem ég er partur af, tækni og vísindaliðið Nanóverurnar urðu Íslandsmeistarar í tækni... í nóvember í fyrra. Eftir nákvæmlega viku erum við á leiðinni til Noregs að taka þátt í Evrópukeppni með gestaliðum frá Bandaríkjunum, Asíu og Afríku. Þetta er alveg gríðarlega stórt en samt virðist enginn hafa áhuga á hugsandi unglingum dagsins í dag. Sem dæmi, mánudaginn eftir að við unnum í nóvember var grein um einhverja vandræða unglinga sem voru að gera einhvern óskunda. "Well, that warms my heart."
Ég verð að hætta þessu veseni, og lofið mér að það komi ekki eitthvert íþróttafrík að buffa mig;)
ps. Til að vekja athygli hjá áhugasömum, að þá erum við að sýna verkefnið okkar á föstudaginn, nánar er farið út í það í bæklingnum um Kópavogsdaga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.