Unglingar í atvinnuleit

Eins og stendur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í fyrstu grein: ,,Börn eru allt fólk í heiminum yngra en 18 ára.

En hvernig má þá vera að allir unglingar dagsins í dag eru að leita að vinnu? Ég veit það ekki en samt er ég ein af þessum unglingum. Ég held að nærri enginn sem ég veit um ætli í unglingavinnuna, sjálf get ég ekki verið að róta í moldarbeðum þegar að ég get ekki einu sinni beygt á mér hnéð almennilega eftir mitt slys síðastliðinn mars, en varla eru allir slasaðir.

Ég er nokkuð viss um að fæstir jafnaldrar mínir nenni þessu. Þetta höfðar ekki til þeirra eins og maður segir. Ekki veit ég hvað við eigum að gera í staðin en þetta bjargast.

Allir unglingar virðast vera að leita sér að vinnu til að halda uppi neyslu sinni á veraldarlegum gæðum. Þetta er eins og skref í burtu frá foreldrunum með því að vera ekki að íþyngja þeim lengur með sínum kröfum um þetta og hitt sem hugurinn girnist. Á þessum aldri er mér farið að finnast mínar þarfir vera eitthvað sem ég á ekki að þurfa neitt lífsnauðsynlega, því finnst mér óþægilegt að biðja um pening fyrir því.

Það gæti verið að unglingum sé farið að líða svona vegna allra hlutanna sem er verið að beina til þeirra með auglýsingum og fleiru. Það er sagt "Þú þarft þetta og getur ekki lifað án þess, allaveg ekki ef þú átt að kallast venjulegur."

Vissulega er þetta fáránlegt en unglingar eru samt sem áður farnir að vilja fá meira en þeir létu sér nægja áður. Ég er ekki að segja að það sé slæmt, það þýðir bara aðheimurinn er að þróast og nýjir hlutir eru í boði.

Nú virðist ég vera komin út í eitthvað sem ég kalla "skriflegt þvaður" og ætla því að stansa hér áður en einhver meiðist.

Bless bless bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband