Lesa, lesa og lesa meira

Já, fyrirsögnin segir allt sem segja þarf, ég er að lesa. Samræmt próf í samfélagsfr. er á mánudaginn og ég er að gera allt sem ég get til að falla ekki með 4,9. Nei ég segi svona, mér á vonandi eftir að ganga vel.

Ég er eins og áður hefur komið fram að leita mér að vinnu. Búin að senda út fullt af umsóknum, fara með þær í persónu og hringja til að athuga með fleira og meira. Vá hvað það er að fara með mig að bíða eftir svari. Síðan hughreystir það mig ekkert sérstaklega að sumir senda ekki einusinni neitun tilbaka. Þetta er alveg ólýsanlega taugatrekkjandi. En ég sit hér róleg með nóg að lesa.

Kveð í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ýr

Er líka að fara á taugum yrfir þessu leiðindar vinnuveseni ætli þau láti mann vita ef maður fær ekki vinnuna?

Annars gángi þér vel með lesturinn

Ýr, 6.5.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband