Föstudagur, 4. maí 2007
Auglýsingaflóð
Komiði blessuð og sæl
Ég smellti mér hérna fyrir framan tölvuna áðan og las blogg hjá góð vinkonu minni. Hún kom með verulega góðan pistil um auglýsingaherferðir stjórnmálaflokkana.
Flokkar sem fleyta sér á því að vera svo grænir og umhverfisvænir eyða heilu þúsundunum af trjám í þessa bleðla sem enginn les. Ég kom heim í dag og við mér blasti heil hrúga af fjölpósti frá hinum og þessum flokkum sem kveðast hafa landsins bestu hagsmuni í huga.
Hugsiði þá um okkur og hlýfið okkur frá öllu þessu auglýsinga flóði, þetta er ekki hollt fyrir einn eða neinn. Brátt á ég ekki eftir að komast inn í húsið mitt vegna blaðanna og bleðlanna sem hrúgast fyrir framan dyrnar.
Þið ættuð að líta á þetta merka blogg á http://yr.blog.is
Annars get ég hlakkað til helgar með samfélagsfræðibókunum mínum. Læra um landakort og gömul stjórnmál. Þannig að ég kem heim lít framhjá núverandi stjórnmálum og fer að fræðast um þau sem gerðust fyrir hundrað árum, eitthvað virðist þetta nú vera afturábak.
Verð að hætta þessu rausi í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.