Föstudagur, 4. maí 2007
Gómsætt taugaáfall!
Eftir mikið streð fann ég loks lykilorðið á síðunni. Verð víst bara að lifa með notendanafninu það sem eftir er. En ég meina það er nú ekki það slæmt. Síðan gæti heitað jhonnydepp.blog.is en sú þráhyggja leið hjá. Guði sé lof!
Ég ætti tæknilega séð að vera annaðhvort að læra eða að sofa en frekar augljóslega er ég ekki að sinna þeim erindum.
Ég er verulega stolt af sjálfri mér. Ég kláraði samræmt próf í ensku í morgun, og jafnvel þó að ég segi sjálf frá að þá gekk mér nokkuð vel. En einkunnin mun dæma um það eftir nokkrar vikur.
Þá á ég bara eftir samræmt próf í samfélagsgreinum og mín þarf ekki að pæla í restinni fyr en eftir ár. Jamm ég var svo skrambi dugleg í þessum fögum að ég tók prófin á undan samnemendum mínu. Það er reyndar ekkert til að hrósa sér af því það voru nú fjári margir sem gerðu þetta með mér. En ég er víst að stikla alein á steinunum í samfélagsfræðinni. Eitthvað fáir sem hafa áhuga á henni. Ég mun auðvitað láta vita hvernig það gengur þegar mánudagurinn líður. Annaðhvort það eða að þið heyrið fréttir um að ung stúlka hafi fengið ólæknandi kvíðakast í skólastofu þegar prófunum var útdeilt. Nei ég segi svona þetta gengur ábyggilega vel.
Síðan er í víst á leið til útlanda í þarnæstu viku. Ég get með sanni sagt að þetta er í fyrsta skipti sem ég hlakka ekki til að ferðast til útlanda. Er að fara að taka þátt í "legó keppni" sem einhverjir lásu kannski um í mogganum hér um daginn. En hvað um það að þá sé ég fram á mikla vinnu í kringum þessa keppni og síðan kem ég heim og fer beint í venjuleg próf. Ég þakka öllum kærlega fyrir sem ráðstöfuðu dagsetningunum á svona "heppilegan hátt"
Eftir þessa indælu kynningu skulum við byrja á uppskriftinni:
Innihald
kaldhæðna málfar, stelpan er orðin þreytt og stressuð
smá spennufall að vera búin í samræmdu prófi og hafa gengið vel.
Hrærum við smá aukalegri vinnu í viðbót í sambandi við þessa keppni,
bættu við skemmtilega kryddaðri enskuritgerð og skelltu inní ofninn.
Að nokkrum blótsyrðum seinna má taka blönduna úr ofninum, krydda hana með hópverkefni í samfélagsgr. og frjálsri ritgerð í bókmenntavalfagi og þá ertu komin með dýrindis taugaáfall borið fram með léttum skammti af kvíðakasti.
Betra getur það ekki verið.
Ps. góð leið til að brjóta upp réttin er að snarpsteikja útkomuna með leit að atvinnu.
Athugasemdir
Mmmm þessi uppskrift hljómar æðislega. Hún er alveg bara tíbískt þú. Gefðu út uppskriftarbók stelpa!
Ýr, 4.5.2007 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.