Þriðjudagur, 27. apríl 2010
Bloggsíðan feiga.
Ég er ansi hrædd um að ég hafi frá litlu að segja.
Þessi blessaða bloggsíða mín, góð sem hún hefur reynst mér virðist liggja á banabeðinu hvað varðar pistla frá síðueiganda.
Bloggin eru síðunni næring og undanfarið ár hef ég svelt hana.
Næring í æð er því miður ekki valkostur því öll mín míkró-blogg fara nú fram á fésskruddunni.
Kannski að ég reyni að fylgjast eitthvað með þeim sem skrifa enn af eldimóð um fréttir líðandi stundar og koma skoðunum sínum á framfæri, með rökum eður ei.
Nei nú er nóg komið, ég ætla að leyfa mubblusíðunni að hvíla sig í bili.
Kannski hún verði einhvern tíman endurvakin ef ég finn fyrir brennandi löngun til að tjá mig en annars kveð ég að sinni og þakka góða samfylgd.
Valgerður Sigurðardóttir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.