Færsluflokkur: Sjónvarp

Breytingar og himnaríki í munnbita

Þá gerðist það í alvöru, ég tók síðuna alla í gegn. Stóð jafnvel við orð mín  um að blogga. Ekki er frá miklu að segja. Ég og Hulda erum búnar að vera heima í dag í algjörri leti.

Litla kellingin er búin að vera í þvílíku sjónvarpsukki í dag að ég held að annað hafi ekki heyrst um. Í þessum rituðu orðum er hún að horfa á Mauratraðkarann eða hvað sem myndin heitir. Á meðan sú stutta hefur legið í glápinu hefur stóra systirin haft það huggulegt með nýja bók. Hægt að sjá í listanum til hliðar.

Vil taka það fram að höfundur fékk besta mat í heimi í gær. Síðbúinn afmælismatur vegna afmælisveislunnar á daginn sjálfan. En í matinn voru nautalundir steiktar bleu, nánar tiltekið, snöggsteiktar á sjóðheitri pönnu í örskammastund á hvorri hlið.

Þannig að kjötið er heitt og stökkt að utan og volgt/kalt að innan. Með þessu er afar lítið meðlæti, við höfum grænar baunir og smjörklípu og salti ef með þarf.

Algjört himnaríki í munnbita.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband