Valgerður Sigurðardóttir

Eitthvað hefur fjölskyldan nú breyst frá síðustu innskráningu sem ég veðja að hafi verið fyrir meira ein einu jafnvel tveimur árum.

Á tímabili voru fjölskyldumeðlimir orðnir 6 og upptaldir voru: Faðir, Móður, Elsta(ég), Miðju og Yngsta, og stóri kötturinn Guðbrandur sem var ætíð kettlingur inn við beinið.

Guðbrandur Erlingur þurfti því miður að kveðja okkur þann 11. nóvember vegna veikinda og er hans enn sárt saknað en hann lifir í góðu minningunum.

Ég lofa engu um áframhaldandi ritstörf mín hér á Moggablogginu, kannski ein og ein færsla við og við.

Sé yður síðar.

Kærar kveðjur berast frá

Vallý

 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Valgerður Sigurðardóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband